Rangtúlkun Jóhönnu og Samfylkingarinnar á Rannsóknarnefndarskýrslunni

Sífellt og endalaust tönglast Jóhanna Sigurðardóttir á því að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hrunið eftir 2006.

Þetta er ekki rétt. Rannsóknarnefnd Alþingis segir:

"Þegar bankakerfið var orðið allt of stórt miðað við stærð íslensks hagkerfis þurftu stjórnvöld að bregðast við. Grípa hefði þurft til aðgerða í síðasta lagi á árinu 2006 til þess að eiga möguleika á að koma í veg fyrir fall bankanna án þess að það kæmi verulega niður á verðmæti eigna þeirra."

Þetta er það eina sem nefndin segir. Hún segir hvergi að því að ég best veit, að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir hrunið eftir árið 2006.

Á þetta hengir Jóhanna sig á að ábyrgð hrunsins sé alfarið á höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Engin rök hef ég heyrt frá henni. Bara þessa röngu fullyrðingu.


mbl.is Ekki sammála Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Skv. ræðu Tryggva Þórs - eru fyrirliggjandi gögn um að lítið hefði verið hægt að gera eftir 2006...

En það sem ekkert er rætt í þessu sambandi. Ef Bretar hefðu EKKI beitt okkur hryðjuverkalögum... hefði þá Kaupþing nokkuð farið á hausinn??

Og - eru þá ekki Bretar skaðabóta ábyrgir fyrir því tjóni - sem þeir ollu.

Alla vega - er ekki frekar hæpið - að íslenskir ráðherrar - séu sakfelldir fyrir afleiðingar bresku hryðjuverkalaganna??

Mér finnst algerlega vanta þátt hryðjuverkalaganna inn í umræðuna og hversu mikill skaði hafi orðið af beitingu hryðjuverkalagana

Kristinn Pétursson, 21.9.2010 kl. 13:11

2 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

alveg burtséð frá viðbrögðum eða viðbragaðleysi var þetta mess að lang mestru layti á ábyrð sjáfstæðismanna og framsókn, skil ekki hvernig nokkur maður með meira vit en kálhaus getur stutt þessa landráða sérhasgmuna flokka!!!

reyndar hafa allir flokkar sérhasgmuni sem ekki endilega fylgja hagsmunum þjóðarinnar, og verja þá hagsmuni með kjafti og klóm jafnvel þó það sé gegn hagsmunum þjóðarinnar.

Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2010 kl. 13:16

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ætla ekki að draga fjöður yfir það að BD ríkisstjórnin bar ábyrgð á uppbyggingu bankakerfisins, einkavæðingunni og því.

En mestu mistökin við það ferli eru þau að ekki skyldi selt til erlends banka, heldur bara innlendra aðila. Ég hef þá trú að það hefði verið sama hvernig bankarnir hefðu verið einkavæddir, þeir hefðu alltaf farið svona, fyrst þeir voru einungis seldir íslenskum aðilum.

Þar ber DO alla ábyrgð, þegar hann án alls samráðs við nokkurn mann sagði að ekki kæmi til greina að selja SEB Landsbankann, sem þó vantaði bara að skrifa undir.

Gestur Guðjónsson, 21.9.2010 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband