Hengjum ekki bakara fyrir smið

Í þessu saltmáli mega menn ekki missa sjónar á aðalatriðum og enda á því að hengja bakara fyrir smið

Ábyrgðin er fyrst matvælafyrirtækjanna sem notuðu saltið.

Varan er greinilega merkt iðnaðarsalt, ef myndir sem birtar hafa verið í fjölmiðlum eru réttar, þannig að í móttökueftirliti matvælafyrirtækjanna ætti þetta að uppgötvast, hafi þeir sem pöntuðu fyrir viðkomandi fyrirtækis klikkað í innkaupum.

Ölgerðin ber fyrst ábyrgð, hafi hún afgreitt þetta salt sem annað en það sem það er. Þar hlýtur lýsing á reikningi að vera skýr. Merkingar vörunnar eru amk alveg skýrar, séu myndir sem birtar hafa verið í fjölmiðlum af viðkomandi vöru.

Eftirlitsaðilum er ekki ætlað að finna svona lagað. Þeim er ætlað að fylgjast með því að fyrirtækin hafi kerfi sem uppgötva svona lagað.

Ef umræðan spinnst upp í að menn fari fram á að eftirlitsaðilar nái að koma í veg fyrir svona lagað í sínu eftirliti, hvernig samfélag yrði það, hvaða heimildir þyrftu eftirlitaðilarnir að hafa, hversu marga starfsmenn þyrfti til að sinna því eftirliti og hversu mikið myndi það kosta?

Viljum við búa í samfélagi þar sem eftirlitsiðnaðurinn nær öllum svona málum?

Nei.


mbl.is MS innkallar fimm vörutegundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Nú, Það stendur skýrum stöfum að þetta sé iðnaðarsalt.  Ölgerðin var að selja vöruna til iðnaðar. Ekki sem eitthvað borðsalt.  Kaupendur hafa litið sömu augum á málið, semsé  ´iðnaðarsalt´ til framleiðslu í iðnaði sínum.   Þetta er gott dæmi um vitneskju á vörumerkingum.   Það hefði kannske átt að standa á pokunum ´götusalt´ fyrir Jón Gnarr.  Eitt er víst að kalli Jón hefur úr nógu að moða á skemmtiætti sína þegar hann losnar úr prísundinni!!

Björn Emilsson, 16.1.2012 kl. 21:34

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þegar ég var verkstjóri og framkvæmdastjóri í fiskvinnslu, fyrir ca 10 árum, þá vildu eftirlitsaðilarnir alltaf sjá vottorð um að aðföngin væru ætluð í matvælavinnslu, meira að segja að hið tæra íslenska vatn væri hreint.  Ef eftirlitsaðilarnir hefðu krafist þess að sjá vottorð fyrir saltið þá hefði þetta uppgötvast fyrir mörgum árum.

Þetta er dæmi um að eftirlitsaðilarnir voru ekki að vinna vinnuna sína, en auðvitað er ábyrgðin hjá kaupendum saltsins og sérstaklega hjá Ölgerðinni ef hún hefur selt óvottað salt í matvælaiðnað.

Lúðvík Júlíusson, 16.1.2012 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband