Blindir og vanhæfir gullkálfsdansarar

Í miðju Landsdómsmálinu þykir mér tvennt standa uppúr: blindni og vanhæfi.

Það væri freistandi að segja að allir hafi verið blindir og látið glepjast og allir hafi verið vanhæfir i ljósi þess að heimsmyndin sem búið var að byggja upp í kringum gullkálfinn var byggð á sandi.

Nei. Flest allt af því sem aflaga fór er afleiðing af því að bankarnir héldu lánshæfismati sínu við einkavæðinguna, bankarnir voru metnir sem væru þeir enn ríkisbankar. Í raun skipti ekki máli hverjum bankarnir voru seldir, fyrir hvaða verð eða hvort yfirhöfuð hafi verið greitt fyrir þá. Sú vitfirring sem nú er komið í ljós að hafi grasserað í bönkunum hefði náð að skjóta rótum, svo lengi sem lánveitendur, fullir af lausafé sem þurfti að koma í vinnu, höfðu trú á þeim í krafti lánshæfismatsins og veittu nánast ótakmarkað lánsfé. Sú blindni sem geislar gullsins sló samfélagið hefði aldrei orðið, hefðu bankamennirnir þurft að ávinna sér traust á hefðbundinn hátt, hefðu þeir einfaldlega þurft að standa sig á eigin verðleikum.

Hitt sem stendur upp úr í mínum huga, en er þó ekki afgerandi, er opinberun vanhæfis Davíðs Oddssonar sem Seðlabankastjóra. Farsæll stjórnmálaferill, orðheppni, sjálfstraust, ákveðni og sterk nánd gerðu það að verkum að samstarfsmenn hans virðast ekki hafa náð að hemja hann, lögfræðinginn, við stjórn Seðlabankans.

Ef sakast ætti við Geir Haarde fyrir nokkurn hlut, væri það að halda hlífiskyldi yfir Davíð, en það er samt ekki orsakavaldur hrunsins og getur seint verið refsivert, heldur varð það bara til að auka áfall ríkissjóðs í hruninu vegna óskynsamlegra ákvarðana sem engin virðist hafa þorað að mótmæla, þ.e. Glitnisyfirtakan og Kaupingslánveitingin.

Svo er bara fyndið eða kannski frekar hjákátlegt hversu allir þykjast nú hafa séð hrunið fyrir í ljósi aðgerðarleysis þeirra og áframhaldandi lánveitinga.


mbl.is Össur: Davíð taldi þá glæpamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Hehehe...

-

Æi... Gestur, gamli félagi...!

-

Þeir sem segja annað en það sem allir vilja heyra... Fá sömu útreið og ég... Og munu alltaf fá hér á landi...

Íslenskþjóð er hjörð, sauðir og fjárstofn þeirra sem hafa minni samvisku en gáfur...

Og þeir sem vita betur... Passa sig á því að láta samviskuna ekki ana með sig í einhverjar gönur... Hafa einhvernveginn lært að bæla niður alla réttlætiskennd og samvisku í sinni sínu... Í sínum athöfnum, vinnu og öðrum gjörðum... Spila frekar með í pólitískri spilaborg sem einkennir þjóðfélagið...

Hér stendur enginn upp eða þorir að vera á móti... Hvað þá að segja sannleikann...

Svoleiðis fólk er náttúrulega snargeðveikt einsog t.d ég...

Ertu svo eitthvað hissa á því að þeir sem vita betur haldi frekar kjafti... Heldur en að vera flokkaður með vírdóum einsog undirritaður...?

Neeee... Á Íslandi eru allar hetjur löngu dauðar og ekki tíska að fylgja nýjum...

Það er samt gott að sjá að gamla réttlætiskenndin í þér er enn til staðar...

Lifðu hamingjusamur...!

-

Kv. Sævar Óli Helgason

Sævar Óli Helgason, 10.3.2012 kl. 01:59

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þýðir ekkert að vera bitur út í valdakerfið á Íslandi, eða neinsstaðar Sævar. Ég veit ekki hvaða útreið þú hefur fengið, enn mér sýnst sú meðferð vera sú sama sem annarhvor maður fær á Íslandi.

Þeir sem eru á annað borð í því að flokka fólk er haldið vandamáli sem ég myndi ekki vilja skipta á og mínum.

Svo þetta með bankanna. Að einhver sé svo skyni skroppin að leyfa banka í einkaeign, þá er það sem er aðalgeðveikin í þjóðfélaginun og efnahagslífinnu...

Óskar Arnórsson, 19.3.2012 kl. 01:14

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

"enn mér sýnst sú meðferð vera sú sama sem annarhvor maður fær á Íslandi. "

Úff...! Það ætla ég rétt að vona ekki...

Sævar Óli Helgason, 19.3.2012 kl. 11:03

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er því miður rétt og meira enn annar hver maður ef eitthvað er. Menn bregðast bara misjafnlega við yfirganginum og óréttlætinu...

Óskar Arnórsson, 19.3.2012 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband