Óþolandi áfengisauglýsingar

Á leiðinni úr Breiðholtinu niður í bæ í dag sá ég tvo bíla, sendiferðabíl og fólksbíl almerkta myndum af áfengisflöskum. Ekkert annað en auglýsing, og gat annar þeirra ekki einu sinni falið sig á bakvið að til sé léttbjór sem líti eins út, því hann var merktur léttvíni.

Er varamaður í áfengis- og vímuvarnarráði og hef setið tvo fundi ráðsins og spurst fyrir um þetta. Svör þeirra voru einföld og skiljanleg. Viðurlögin við brotunum eru mun lægri en auglýsingagildi málarekstursins fyrir viðkomandi vörumerki. Því séu þeir meira og minna hættir að berjast við þessar vindmillur.

Við þessu er hægt að bregðast með tvennum hætti; að heimila áfengisauglýsingar og fækka þeim lagabókstöfum sem enginn fer eftir, sem yki virðingu fyrir þeim lögum sem eftir standa, eða að hækka viðurlögin þannig að það borgi sig ekki að brjóta lögin. Ég vil fara seinni leiðina og berja hraustlega á þessum aðilum sem bera svona litla virðingu fyrir samfélaginu og skora á nýtt Alþingi að taka þetta upp strax í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband