Framför fyrir lýðræðið?

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvaða áhrif reglur um hámark auglýsingakostnaðar kemur til með að hafa á baráttuna. Ég spái því að málefnabaráttan komi til með að fara fram á öðrum vettvangi og hagsmunasamtök, sem stjórnað er af einstaklingum sem tengdir stjórnmálaflokkunum komi til með að beita sér mun meira. Má þar nefna Náttúruverndarsamtök Íslands, ASÍ, samtök öryrkja, eldri borgara hin ýmsu samtök atvinnurekenda o.s.frv. Nokkur dæmi eru þegar komin fram, sbr sáttmála Framtíðarlandsins, auglýsinguna í NY Times og fleira mætti telja. Er það framför og hvernig á að bókfæra það? - hægt væri að stofna hollvinasamtök Sjálfstæðisflokksins sem mega safna fé og auglýsa óhindrað, aldeilis framför!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband