Loksins að koma jöfnunarsjóður íþróttafélaganna

Mér finnst rétt að þakka ríkisstjórninni fyrir að setja á stofn jöfnunarsjóð íþróttafélaga. Þetta er í algerum samhljóm við ályktanir síðasta flokksþings Framsóknarmanna.

Er gjaldkeri Frjálsíþróttasambandsins og hef á þeim vettvangi talsverða reynslu og innsýn í þá fjárhagslegu "ógæfu" ef eitthvert barna, eða öll, eru áhugasöm og frambærileg í íþróttum. Ferðum til keppni til höfuðborgarinnar, þar sem aðstaðan til keppni er best og verður best sérstaklega mtt samgangna af öllu landinu, fylgja útgjöld sem setja oft stórt strik í heimilisbókhaldið. Sveitarfélögin hafa mörg hver verið afar rausnarleg við að styrkja þessi börn, þótt þeim beri ekki lagaskylda til þess og ber að þakka það, en það er alltaf raunalegt að heyra af sveitarfélögum sem hafa neitað og börnin stundum þurft að sitja heima, meðan íþróttafélagaranir eru að skemmta sér í sínum íþróttum.

Gott mál


mbl.is 90 milljónir settar í ferðasjóð íþróttafélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband