Þinglok í þoku

Hinn ágæti Össur Skarphéðinsson fer mikinn á heimasíðu sinni vegna athugasemdar sem ég setti á færslu hjá Pétri Gunnarssyni á bloggi hans.

Honum ber þökk fyrir að hafa komið að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt fleirum. Veit reyndar ekki til þess að það mál hafi verið sérlega umdeilt, en það er flókið, tímakrefjandi og vandasamt, því ef óvarlega er stigið til jarðar í málum er varða eignarlönd manna eru þau fljót að snúast upp í andhverfu sína, sbr þjóðlendumálið. Össur má alveg vera stoltur af sínum þætti í því máli og er ég alveg til í að drekka með honum Highland park eða einhverja aðra góða viskýtegund við fyrsta tækifæri í nýjum þjóðgarði - reyndar með því skilyrði að hann taki neftóbak með.

Össur velur hins vegar ekki að segja alla söguna varðandi þinglokin. Líklegast er þetta allt saman í þoku, sbr frásagnir hans af auðlindafrumvarpsumræðunni. Þessi mál hanga nefnilega óaðskiljanlega saman og trauðla hægt að samþykkja annað án hins. Kolbrún Halldórsdóttir hafði áttað sig á þessu og fór fram á það að um þau yrði fjallað samhliða. Við því var orðið. Þess vegna féll það um sjálft sig þegar stjórnarandstaðan hafnaði að hleypa auðlindafrumvarpinu í gegn, óumdeildu þjóðþrifamáli, m.a.s. frá sjónarhóli VG, að hægt hefði verið að afgreiða lögin um meginreglur umhverfisréttarins. Hvorutveggja mál sem eru, eins og flest öll góð umhverfismál, óumdeild og erfitt fyrir Össur að hafa á samviskunni að hafa staðið gegn. Ég skil vel að honum líði illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband