Finnska leiðin hans Ómars

Ómar Ragnarsson virðist vera í miklum vanda. Hann er náttúruverndarsinni, eins og þjóðinni er kunnugt, en spurning um hversu mikið umhverfisverndarsinni hann er, sérstaklega varðar loftslagsmálin varðar í alþjóðasamhengi.

En það þarf meira. Hann vantar meira og minna allt innihald í aðra umræðu. Nýjasta dæmið um það er sú fullyrðing hans um að við ættum að hætta að byggja á stóriðju og fara finnsku leiðina.

Málið er að við erum þegar farin að feta okkur þá leið og höfum verið á þeirri leið lengi undir styrkri stjórn Framsóknarflokksins. Vísinda- og tækniráð var stofnað árið 2003 að finnskri fyrirmynd og þar með voru vísindarannsóknir og tækniþróun sett í sama farveg og þar. Settir hafa verið miklir fjármunir í nýsköpun og rannsóknir og framlög til háskólastigsins hafa verið snaraukin.

Sú þensla sem hefur verið að valda sprotafyrirtækjum vanda er heldur ekki vegna stóriðjustefnunnar, heldur vegna bjartsýni landsmanna og skuldagleði og einnig og ekki síst vegna óvarlegrar innkomu bankanna á húsnæðismarkaðinn.

Þannig að Ómar hitti ekki í mark í myrkrinu með þessar yfirlýsingar sínar og verður að reyna að skjóta aftur í myrkrinu og vona að hann hitti. Ég held að hann geri það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband