Góð tíðindi fyrir umhverfið

Nú er búið að feðra staðsetningu loftslagsmála innan bandaríska stjórnkerfisins. Reyndar hafa bandarísk alríkisstjórnvöld ekki staðfest Kyoto viðaukann um losun gróðurhúsalofttegunda sem er virkilega slæmt fyrir jarðarbúa alla, enda losa Bandaríkjamenn lang mest einstakra þjóða af gróðurhúsalofttegundum og eru því lykilþjóð í því að draga úr losuninni.

Sem betur fer er ekki þar með sagt að engir Bandaríkjamenn séu sér meðvitaðir um málið. Var í Seattle með félögum mínum í umhverfisráði Reykjavíkurborgar í kynnisferð þar um daginn og þar hafa borgaryfirvöld sett sér það markmið að þau fyrir sitt leiti ætla að uppfylla ákvæðin. Ekki nóg með það, heldur skrifaði borgarstjóri Seattle um 500 öðrum borgarstjórum bréf þar sem hann skoraði á þá að taka þátt í þessu með sér. Ekki minna en 421 borgarstjóri ákvað að taka þátt, svo það má með sanni segja að það sé verið að éta stefnu Bush innan frá!!!


mbl.is Bandarískri umhverfisstofnun heimilt að stjórna losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband