Deilt um orðalag - ekki mikilvægi málsins

Eðlilega deila menn um hverju eigi að spá um afleiðingar hlýnunar jarðar og hvernig eigi að orða þá spádóma. Það eru svo margar breytur og ferli sem eru ókönnuð og óþekkt að það verður aldrei hægt með verulegri vissu. En það er ljóst að afleiðingarnar munu hafa áhrif á alla jarðarbúa, mismikil þó. Áhrifin á okkur ríku þjóðirnar sem "eiga" mest af aukningunni á gróðurhúsalofttegundum, verða kannski minnstar, þar sem við höfum efni á að bregðast við. Þær þjóðir, sem hafa aftur á móti ekki bolmagn til að bregðast við munu helst fara illa út úr þessum breytingum. Það er sérstaklega ósanngjarnt þar sem þær þjóðir hafa losað hvað minnst af lofttegundunum. Það er skylda okkar að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með hegðun okkar og ekki síður með nýtingu orkuauðlinda sem ekki hafa losun í för með sér.
mbl.is Deilt um innihald skýrslu um afleiðingar loftslagshlýnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband