Kosningaloforð Framsóknar - úttekt Fréttablaðsins
7.4.2007 | 11:45
Fréttablaðið fer í skemmtilega úttekt á nokkrum af þeim kosningaloforðunum sem núverandi stjórnarflokkar gáfu fyrir síðustu kosningar. Fréttamennirnir velja sér atriði sem staðið var við og atriði sem ekki var staðið við. Fjöldinn allur af málum er sem sagt ekki hafður með og verður að skoða umfjöllunina í því ljósi að umfjöllunin er ekki tæmandi. Einnig ber að horfa til þess að ályktanir flokksþings eru ekki aðgerðaráætlun til næsta kjörtímabils, heldur langtímamarkmiðasetning. Nýtt form ályktana á síðasta flokksþingi greindi betur á milli þess sem lagt er til að gert verði á næstu 4 árum og hvað eigi að fara í hið fyrsta, eftir því sem tök er á, svo markmiðum og sýn Framsóknarmanna verði að veruleika.
Sum af málunum duttu út af borðinu strax við gerð stjórnarsáttmálans, sbr leikskólaskyldu 5 ára barna, sem er enn inni í ályktunum Framsóknar frá síðasta flokksþingi.
Í samvinnu við bankana var komið á kerfi þar sem námsmenn geta fengið bankaábyrgð fyrir lánum þannig að markmiðið náðist, þótt sú leið sem var í stefnu Framsóknar hafi ekki verið farin.
Áætlanir um nýtingu orku í heimahéraði eru í fullum undirbúningi fyrir austan og fyrir norðan, en rétt er að SV-land og Vesturland hafa fengið góðan skerf af orku Sunnlendinga. Á því verður vonandi ráðin bót, enda um að ræða framtíðarmarkmiðasetningu.
Rammaáætlun var ekki lokið, þótt það kæmist inn í stjórnarsáttmálann. Það er miður.
Ákvæði um sameign á auðlindum þjóðarinnar í stjórnarskrá var stöðvað af stjórnarandstöðunni.
RÚV ohf var stofnað, en stjórnarsáttmálinn fjallaði ekki um hann og það er alveg rétt að ekki var farin sú leið sem Framsókn lagði til. Opinbert hlutafélag er þó ekki það sama og almennt hlutafélag og má segja að sú málamiðlun sem náðist sé viðunandi, sérstaklega þegar litið er til þess samnings sem gerður var við félagið.
Tekjustofnanefnd um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga hefur verið að störfum allt kjörtímabilið, en hefur ekki enn lokið störfum, og er það ekki eingöngu á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, heldur beggja aðila, svo það er ekki sanngjarnt að taka þetta mál fram og kenna Framsókn um.
Biðlistum eftir búsetu fatlaðra var ekki eytt á kjörtímabilinu, en búið er að gera áætlun og tryggja fjármögnun þess verkefnis. Þess vegna er auðvelt fyrir aðra flokka að lofa því á næsta kjörtímabili. Það er búið að koma málinu í farveg.
Persónulega er ég á móti því að afnema verðtryggð lán, en þau eru ekki eðlileg á skammtímalánum. Veit heldur ekki hvort hægt sé að
Tannheilbrigði er enn á stefnuskrá Framsóknar, en fékkst ekki inn í stjórnarsáttmálann.
Fjöldi mála sem var á stefnuskrá Framsóknar var kláraður sem ekki var settur fram, og ætla ég að koma með yfirlit yfir það fljótlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.