Tímabær aðgerð

Ég tel að flutningur málefna aldraðra sé mikið heillaspor, sem ég veit ekki betur en að sé nokkuð þverpólitísk sátt um. Af hverju var þá ekki löngu búið að þessu, geta einhverjir spurt, en svarið við því er einfalt. Tekjunefnd ríkis og sveitarfélaga hefur ekki lokið störfum og auðvitað þarf fjármagn að fylgja svona verkefnum. Fyrr er ekki hægt að ljúka þessum málum. Nú hyllir undir lok þess starfs og þá fyrst er hægt að fara að huga að þessum málum með framkvæmd fyrir augum.

Þetta þarf að vanda vel og undirbúa svo eins vel takist til um þetta mál og flutning grunnskólans til sveitarfélaganna.


mbl.is Nefnd skoðar mögulega tilfærslu í málefnum aldraðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband