Öflugur landbúnaður er okkur lífsnauðsynlegur

Fyrir ári eða tveimur, þegar flestir fjömiðlar voru að koma Bobby Fischer í fjöltefli um allar trissur, kom einn fjölmiðillinn með eitt það athyglisverðasta aprílgabb sem ég hef lengi séð. En það var gabbfrétt um að fuglaflensa væri komin til landsins.

Ef fuglaflensa eða önnur drepsótt breiðist út á heimsvísu, er nauðsynlegt að hægt sé að grípa til allra þeirra ráðstafana sem hægt er til að koma í veg fyrir að sóttin geti borist til landsins eða að gefa yfirvöldum að minnsta kosti lengri tíma til að undirbúa viðbrögð við henni. Eitt það öflugasta sem hægt er að gera til að ná þeim markmiðum ef slíkt neyðarástand skapast væri að leggja landið í sóttkví. Íslendingar eru það heppnir að búa á eyju sem á mun einfaldari hátt er hægt að einangra en þær þjóðir sem í kringum okkur eru upplifa.

En grundvallarskilyrði fyrir því að þetta sé hægt og við getum nýtt okkur þessi forréttindi er að við getum lifað af að leggja okkur í sóttkví á stundum sem þessum. Við eigum ekki í vandræðum með að skaffa okkur vatn, orka er ekki af skornum skammti, nema kannski jarðefnaeldsneyti, en það sem er viðkvæmast er matvælaöryggi þjóðarinnar.

Ef við lentum í því að þurfa að einangra okkur í þá 3 mánuði sem flensan er að ganga yfir eða lengur þurfum við að geta brauðfætt okkur og getað lifað nokkuð sómasamlegu lífi til að sæmilegur friður geti ríkt um þá aðgerð. Þar gegnir innlend matvælaframleiðsla algeru lykilhlutverki.

Grænmetisframleiðsla, kjötframleiðsla, mjólkurframleiðsla og fiskveiðar verða því að að vera til staðar í landinu eða að við neyðumst til að koma okkur upp matarlagerum til að bregðast við slíku ástandi sem getur jú komið upp hvenær sem er.

Rétt er að þeir sem tala á móti íslenskum landbúnaði hafi það í huga hvernig þeir ætla að bregðast við slíku ástandi og hvort þeim fjármunum sem þá væri nauðsynlegt að eyða til að eiga ávallt nægjanlegar matarbirgðir í landinu fyrir slíkt ástandi sé ekki betur nýttir í að viðhalda sjálfbærni þjóðarinnar.

Ljóst er að kjötframleiðsla sem byggir eingöngu á innfluttu fóðri getur ekki talist sjálfbær í þessu tilliti, meðan að framleiðsla á nautakjöti og þó sérstaklega hrossakjöti og kindakjöti getur aftur á móti auðveldlega þrifist án innflutnings á korni og er því sú framleiðsla sem tryggja þarf að sé ávallt til staðar í þeim mæli að hún geti fætt þjóðina.

Meðal annars með þetta að leiðarljósi hefur ríkisvaldið undir dyggri forystu Framsóknarflokksins í málaflokknum unnið að því að tryggja viðgang íslensks landbúnaðar og verður að gera það áfram og þá sérstaklega í sauðfjárræktinni þar sem afkoma greinarinnar er með þeim hætti að til vandræða horfir og nauðsynlegt að gera bragabót á.

mbl.is Framtíð landbúnaðarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Veit ekki betur en að það sé verið að skoða það, amk kjarnfóðrið...

Gestur Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband