Það sem snýr að börnum

Fór á hundavaði yfir kosningastefnuskrá Framsóknar og tók saman þá punkta sem ég fann í snarhasti sem hægt er að tengja beint við börn og velferð þeirra.

Þetta er glæsilegur listi og stenst allan samanburð við lista Samfylkingarinnar. Auk þessa er hátt atvinnustig og góð kjör grundvallaratriði í öllu starfi Framsóknar, sem er stærsta velferðarmálið.

Í einhverri röð

  • Ókeypis tannvernd til 18 ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.
  • Lengja fæðingarorlof í 12 mánuði.
  • Vinna að styttingu vinnutíma og auknum sveigjanleika í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins.
  • Draga enn frekar úr tekjutengingum barnabóta.
  • Lækka virðisaukaskatt á lyfjum og barnavörum 24,5% í 7%.
  • Auka þátttöku hins opinbera í nauðsynlegum ferðakostnaði sjúklinga.
  • Fjölbreytt meðferðarúrræði fyrir unga fíkla.
  • Efla enn frekar allar forvarnir og vinna að bættri lýðheilsu þjóðarinnar
  • Gjaldfrjáls leikskóli.
  • Aukin samvinna milli skólastiga.
  • Tengja íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf skóladeginum.
  • Fjölbreyttir framhaldsskólar þar sem starfsnámi er gert hátt undir höfði.
  • Sporna við brottfalli nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsskólum.
  • Efla náms- og starfsráðgjöf til að vinna gegn brottfalli nemenda.
  • Tryggja að nám og starfsreynsla erlendis sé metin að verðleikum.
  • Tryggja jarðveg fyrir áframhaldandi þróun og grósku í skólastarfi.
  • Auka fræðslu sem eykur skilning og eyðir fordómum í samfélaginu.
  • Vaxtabætur verði hækkaðar.
  • Húsaleigubætur verði hækkaðar.
  • Tryggja jafnan rétt allra til þátttöku í íþróttum og tómstundum
  • Koma á sjóði til að efla starf sveitarfélaga í íþrótta- og tómstundamálum.
  • Bæta fagmenntun leiðbeinenda í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
  • Skapa íþróttahreyfingunni aðstæður til að sinna uppeldis-, forvarna- og félagshlutverki sínu.
  • Stefna að því að auka fjármagn og mannafla lögreglu og tryggja þannig að aðbúnaður lögreglu til að sinna verkefnum sínum verði ávallt eins og best verður á kosið.
  • Skapa lögreglunni skilyrði til að sinna aukinni grenndargæslu og forvarnastarfi.
  • Vinna skipulega gegn starfsemi glæpahringja hér á landi, m.a. til að koma í veg fyrir aukinn innflutning fíkniefna og mansal.
  • Herða baráttuna gegn fíkniefnum, innflutningi þeirra, dreifingu og notkun.
  • Koma á fót ungmennadómstóli sem beitt geti meðferðarvistun í stað fangelsisrefsingar.
  • Hækka þróunaraðstoð í 0,35% af vergri landsframleiðslu eigi síðar en 2009 og í 0,7% árið 2015 í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna.
  • Að verkefni Íslensku friðargæslunnar verði einungis borgaralegs eðlis og til hennar veljist jafnt konur og karlar.
  • Auka áherslu á starf innan stofnana Sameinuðu þjóðanna, t.d. Barnahjálpar SÞ (UNICEF) og Þróunarsjóðs fyrir konur (UNIFEM)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Sæll Gestur, mig langar að koma með tvær spurningar. Sú fyrri er varðandi tannheilsu barna, því var Sif ekki sjálf um daginn að segja að hún vildi ekki ókeypis aðstoð ? og eins með leikskólana, er það ekki á vegum sveitarfélaganna að ákveða það ?

Einnig kemur fram starfs- og námsráðgjöf, en gætir þú séð félagsráðgjafa fyrir þér innan skólanna, þar sem nú er að koma sér grein innan félagsráðgjafarinnar sem snýr að skóla.... semsagt skólafélagsráðgjöf ?

Með bestu kveðjur, Inga 

Inga Lára Helgadóttir, 16.4.2007 kl. 09:46

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

...og gleymdi einu, varðandi LÍN, viljið þið hækka þau lán  ?

Inga Lára Helgadóttir, 16.4.2007 kl. 09:47

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tannverndin á að vera gjaldfrjáls, eins og stendur í fyrsta punktinum og auka á niðurgreiðslur. Vandinn er sá að gjaldskrár tannlækna eru frjálsar og þess vegna er ekki hægt að setja ókeypis tannlækningar á fyrir börn, þeir geta hækkað gjaldskrána að vild. Samkeppnislög banna að gjaldskrá tannlæknanna sé samræmd, en auðvitað er niðurgreiðslan frá TR samræmd. Ég tel nokkuð víst að ef allar tannlækningar færu inn í skólana, yrði það kært og mynd líklegast tapast.

Þess vegna gengur ekki að tala um ókeypis tannlækningar.

Skólafélagsráðgjöf... Hljómar vel, en er það ekki það sem skólaráðgjafarnir eru að gera í dag? Þeir eru margir hverjir félagsráðgjafar að mennt.

Um LÍN segir: Að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf.

Þetta þarfnast aðeins skýringa, við samþykktum á flokksþinginu að hið opinbera komi á fót samræmdum framfærslugrunni, sem skilgreindi lágmarksframfærslu allra, þar sem tekið væri tillit til ýmissa aðstæðna. Þessi framfærslugrunnur er svo grunnurinn að allri velferð og skattkerfinu. Skattleysismörk yrðu miðuð við hann, LÍN, bætur osfrv. Á þann hátt er hægt að vera sanngjarn við alla í einu og menn tali um epli þegar þau eru á dagskrá en ekki appelsínur

Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 10:04

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Er þá átt við að það mæti framfærsluþörf eins og það er núna ?

Inga Lára Helgadóttir, 16.4.2007 kl. 15:56

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Nei, þetta er vinna sem á eftir að klára. Viðskiptaráðherra skipaði nefnd til að skoða þetta mál sem skilaði af sér skýrslu í fyrra. Þar eru kynntar tvær leiðir, annarsvegar að skilgreina lágmarksframfærslu skv meðaltalsneyslu og lágmarksframfærsla skilgreind sem ákveðið mörg staðalfrávik undir meðaltali og hins vegar að skilgreina hvað þarf að lágmarki til að framfæra sér mv aðstæður hvers og eins.

Þetta er afar fróðleg lesning og ef stjórnmálamönnum ber gæfa til að færa umræðuna upp á það plan að skilgreina lágmarksframfærslu á einum stað í stjórnsýslunni, er leikur einn að skilgreina bætur, lágmarkslaun, námslán osfrv osfrv í framhaldi af því. Barátta allra þrýstihópa beinist þá að því sem um ræðir og restin er útfærsluatriði.

Svona vinnum við Framsóknarmenn.... XB

Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 16:07

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þetta eru ekki slæmar leiðir, en skólafélagráðgjafi væri góð byrjun til að byggja upp skólana, hafa það þá sem nýja stöðu...

Inga Lára Helgadóttir, 16.4.2007 kl. 20:20

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Inga, ég ætla að finna góðan stað á bak við eyrað til að geyma þessa hugmynd með skólafélagsráðgjafana. Dreg það fram við tækifæri. Spurning hvort ekki eigi að sameina/samþætta svona þjónustu annari félagsráðgjafaþjónustu sem sveitarfélagið er að veita. Eða hvað?

Gestur Guðjónsson, 17.4.2007 kl. 00:08

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Jú það væri ekki vitlaus hugmyn Gestur .... en svo verður ráðgjafi að hafa samt aðsetur í hverjum skóla svona 3 sinnum í viku ....aldrei að vita hvenar nemendur þurfa á þvi að halda að tala við ráðgjafann sinn, en endilega að vinna í því að fjölga þessum stöðum

Inga Lára Helgadóttir, 17.4.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband