Sjávarútvegsmál - verum sanngjörn
16.4.2007 | 16:45
Í sakleysi mínu var ég að úrskýra á bloggsíðu Sóleyjar Tómasdóttur, vinkonu minnar, hver stefna okkar Framsóknarmanna væri í auðlindamálum. Kemur þá inn Árni nokkur Gunnarsson, og sakar Framsókn um að vera vísvitandi að blekkja þjóðina og ætla, þvert á það sem hún hefur sagt, að tryggja eignarhaldið á handhöfum veiðiheimilda. Restin af hans málflutningi dæmir sig sjálfur og hann sjálfan.
Ályktanir Framsóknar í öllum auðlindamálum er skýr. Framsókn vill að í stjórnarskrá standi "Auðlindir landsins eru sameign þjóðarinnar."
Held að það sé rétt að rifja það upp í þessu sambandi að árið 1991 var í rauninni framkvæmdur sjá gjörningur sem þjóðinni hefur sviðið mest í tengslum við sjávarútvegsmálin. Ríkisstjórn íhaldsins og krata breytti lögum um stjórn fiskveiða á þann hátt að hægt var að taka veð í aflaheimildum. Að því sem ég hef heyrt var það til að gera bönkunum mögulegt að lána meira til fyrirtækja sem svo fóru bara enn rösklegar á hausinn. Framsókn kom ekki að þeim gerningi.
Við þann gjörning breyttust allar forsendur, eins lítil umræða og var um hann. Verð á kvóta byggðist ekki lengur á rekstrarreikningi, heldur efnahagsreikningi, einfaldað sagt þurftu tekjurnar nú að standa undir vöxtum af verðinu á veiðiheimildum, en ekki öllu verðinu. Framsalið var svo forsenda hagræðingarinnar sem allir voru sammála um að þyrfti að eiga sér stað í greininni. Sú hagræðing gat ekki átt sér stað nema einhver samþjöppun ætti sér stað í togaraflotanum. Ég fæ trauðla séð að þessari þróun verði snúið handvirkt til baka. Hægt væri að vinda ofan af honum á löngum tíma, ef það væri talið skynsamlegt, en það skynsamlegasta að mínu viti er að skipta fiskveiðilögsögunni í tvennt, svæði þar sem botnvörpur og þess háttar veiðarfæri eru leyfð, og önnur þar sem þau geru bönnuð. Þannig er smábátaútgerðinni gefin góð veiðisvæði sem hún getur aflað vel á og hagnast og búsvæði sjávarins er vernduð um leið.
Í dag hefur langtum meirihluti veiðiheimildanna skipt um hendur og þeir sem farið hafa út úr greininni með fullar hendur fjár, fólki til öfundar, og um leið er greinin orðin talsvert skuldsett. Þrátt fyrir það skilar hún ágætri afkomu til eigenda og þjóðarbúsins og endurfjárfesting með þeim peningum sem farið hafa út úr greininni, hafa staðið undir miklu af þeim arðbæru fjárfestingum sem gerðar hafa verið í öðrum greinum íslensks atvinnulífs á undanförnum árum. Eru bankarnir besta dæmið þar um.
Þannig að dómsdagsraus um að Framsókn beri ábyrgð á öllu sem aflaga hefur farið í sjávarbyggðum landsins er ekki rétt. Munum líka að það eru margar blómlegar sjávarbyggðir sem eru enn að eflast og dafna. Fögnum því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eyddi löngum tíma í að svara þér Gestur, en bloggið tók ekki við mér og eyddi textanum. Læt vita af mér fljótlega aftur því ég á mikið ósagt við þig.
Árni Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.