Skítugu börnin hennar Evu vel falin

Helgi Hjörvar og Mörður Árnason, þeir þingmenn Samfylkingarinnar sem mér hefur fundist stuðla hvað mest að minnkandi tiltrú almennings á Alþingi eru líklegast komnir í tjáningarbindindi. Hvort sem maður fylgist með fjölmiðlum eða heimasíðum þeirra heyrist lítið frá þeim. Reyndar er ein lítil grein frá Helga í Blaðinu í dag en annars ekkert.

Ætli grafalvarleg staða Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum, fyrirbæri sem þeir hafa þá óbilandi trú á og miða alla stefnumótun sína við, hafi opnað augu einhverra ráðandi manna innan flokks fyrir því að svona framkoma er ekki vænleg til árangurs. Framkoma þeirra hefur gert það að verkum að það er afar erfitt að bera þá virðingu fyrir flokknum sem eðlilegt ætti að vera. Hika ekki við að bera rangfærslur á borð og snúa út úr öllu á þann hátt að þeim hefði líklegast verið vísað úr Morfískeppni. Össur vil ég ekki setja í sama pott, þótt hann fari oft mikinn. Þetta er slæmt fyrir góða liðsmenn eins og Jóhönnu, heiðarlegan hugsjónarmann, sem viðurkennir það sem vel er gert um leið og hún gagnrýnir. Á þeirri gagnrýni er hægt að taka mark á.

Þetta er kannski til marks um að í neyðinni sé ISG loksins komin með einhver tök á sínu fólki eða hvað????????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Gestur - hringdu í mig í síma 562 4776, ef þú mátt vera að.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 17.4.2007 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband