Fréttastofa Sjónvarpsins að missa allan trúverðugleika
28.4.2007 | 19:39
Sjónvarpið er ekki hætt rógsherferð sinni á hendur Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra.
Þau rifja upp málið á sama hátt og í gær, hamra á því að mál þessarar stúlku sé einstakt þrátt fyrir að formaður Allsherjarnefndar hafi fullyrt að svo sé ekki. Hann skýrði greinilega frá því að 30% af þeim 150 sem hefðu fengið íslenskt ríkisfang með þessum hætti á síðasta kjörtímabili, hefðu dvalið hér á landi innan við 2 ár, en 15 mánaða dvalartími hennar er það sem Helgi Seljan, fv kosningastjóri Samfylkingarinnar, notar sem aðalrök í sínum málflutningi. Í því ljósi verður að spyrja, Hvað gengur þeim til að halda áfram sinni rógherferð? Af hvaða hvötum eru þau að níðast á þessari stúlku frá Guatemala?
Að sjálfsögðu má Bjarni Benediktsson ekki greina nákvæmlega frá málsatvikum, frekar en að hann mætti ekki greina frá því af hverju þeim palestínsku konum sem dregnar voru inn í fréttatímann var synjað. Reyndar kom ekki fram í fréttinni að þær hefðu sótt um ríkisfang til Alþingis. Bara að Útlendingastofnun hefði hafnað þeim.
Þær eru svo látnar koma með fyrirsögnina, spurðar leiðandi spurningar "eru allir jafnir fyrir lögum?" sem þær svara leiddar neitandi. Hvers konar endemis vinnubrögð eru þetta?
Að leiða einhvern einstakling úti í bæ sem ekkert þekkir til málsins og biðja hann um að meta það hvort stúlkan frá Guatemala hefði átt að fá ríkisfang en ekki hún sjálf, eru svo ótrúleg vinnubrög af hendi Sigríðar Hagalín að það tekur ekki nokkru tali.
Það er afar eðlilegt að fjölmiðlar fjalli um þetta ferli eins og allt annað í samfélaginu, en ættu að forðast að draga mál einstaklinga inn í umræðuna.
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Helgi Seljan, Kastljósið og öll fréttastofa sjónvarpsins setur mikið niður og trúverðugleiki þeirra er stórlaskaður og það er greinilegt að Páll Magnússon verður að taka til sinna ráða. Ég hvet alla til að styrkja hann í þeirri óhjákvæmilegu skoðun sinni með því að senda honum áskorun á pall.magnusson@ruv.is um að taka til hendinni á fréttastofunni og í Kastljósinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Best að taka það fram strax að ég er á leiðinni í matarboð, svo ég svara ekki kommentum fyrr en seinna í kvöld. En endilega sendið póst á pall.magnusson@ruv.is
Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 19:42
Já Gestur mér finnst þetta voða léleg fréttamennska og jú trúverðuleikinn hjá RUV er allur fyrir borð í þessu máli
Gylfi Björgvinsson, 28.4.2007 kl. 19:57
Til hvers ertu að hvetja? Brottreksturs Sigríðar Hagalín, Helga Seljan eða Páls Magnússonar? Kannski allra? Með hvaða hætti var konan sem talað var við í fréttum, var ríkisfangslaus og gat ekki farið úr landi í 7 ár, dregin inn í fréttina?
Ég veit að ykkur Framsóknarmönnum hugnast ekki að "pöbullinn" sé með nefið ofan í postulínskoppum elítunnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 20:03
"Það er afar eðlilegt að fjölmiðlar fjalli um þetta ferli eins og allt annað í samfélaginu, en ættu að forðast að draga mál einstaklinga inn í umræðuna. " Ég er sammála þér nema hvað að ég tel að JB sé ekki bara einhver einstaklingur, hún er ráðherra í ríkisstjórn þessa lands og því opinber persóna. Þess vegna á að mínu mati að leggja fram á borðið öll gögn er varða þetta mál. Það er ljóst skv. því sem komið hefur fram í fréttum að þarna er viðkomandi nefnd að fara langt út fyrir venjuleg vinnubrögð sín.
Guðmundur Þór Magnússon, 28.4.2007 kl. 20:44
Jenný
Til hvers var Helgi Seljan að hvetja þegar hann sakaði Jónínu um að misnota aðstöðu sína? Varla hefur annað vakað fyrir honum en að hún ætti að segja af sér sem hefðu verið eðlileg viðbrögð hefði Helgi haft eitt einasta sannleikskorn í sínum málflutningi annað en að stúlkan fékk ríkisborgararétt. Nú þegar Helgi er staðinn að því að hafa farið með dylgjur og fátt annað er þá ekki rétt að hann sem fulltrúi fjórða valdsins taki ábyrgð á sínum gerðum og annaðhvort biðjist afsökunar á framferði sínu eða segi starfinu lausu. Ristjórn DV fékk nú aldeilis að heyra það á sínum tíma.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 28.4.2007 kl. 20:48
Á nú að fara að gera alla fréttastofu sjónvarpsins tortryggilega og líkja vinnubrögðum sem þar tíðkast við vinnubrögð gamla DV? Ákaflega sorglegt..
Gaukur Úlfarsson, 28.4.2007 kl. 21:05
Gestur. Ertu viss um að þú sért ekki kominn fram úr þér?
Tómas Þóroddsson, 28.4.2007 kl. 21:18
Er ekki bara málið að ef þessi kona hefði ekki verið tengd Jónínu B. að þá hefði þetta mál aldrei komið á yfirborðið. JB er alveg trúverðug þegar hún segist að hún hafi ekki komið nálægt þessari umsókn. Þessi kona hefði eflaust fengið ríkisborgararétt hvort sem er. Mér finnst oft á tíðum að þessi fréttastofa sé að reyna að vera "eitthvað" eins og tíðkast í útlöndunum en því miður að þá er það ekki að takast. Ef Allsherjarnefnd á að birta gögn sem eru trúnaðarmál að þá finnst mér Kastljós eigi að uppljóstra hverjir eru þeirra heimildarmenn?
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Helgi misstigur sig illilega eins og eftirminnlegt er þegar hann ætlaði að taka Björn Inga Hrafnsson í gegn út af ráðningu í einhvers í nefnd á sínum tíma. Ef þetta mál er ósanngjarnt að þá er það bara Allsherjarnefndin sem á að taka þetta á sig, ekki Jónína og hennar fjölskylda. Þetta flokkast bara sem einelti af verstu gerð korteri fyrir kostninga.
Davíð Örn Ólafsson, 28.4.2007 kl. 21:35
Það er nákvæmlega ekkert af þessari frétt sem var í RÚV í kvöld. Mér sýnist að þið Framsóknarmenn séuð að algjörlega að fara af límingunni. Það sem konan sagði í fréttinni á fullkomið erindi við landsmenn.
Við skulum frekar fagna því að fjölmiðlar fjalli myndarlega um mál í stað þess að fara í fýlu þegar málin er óþægileg.
Gunnar Björnsson, 28.4.2007 kl. 22:09
Spyr maður þá ekki hvort þessi frétt hefði verið svona beitt ef td. Helgi Seljan væri Framsóknarmaður?
Lyktar illa af pólitík hjá Rúv.
Davíð Örn Ólafsson, 28.4.2007 kl. 22:15
Já, gott ef þetta er ekki bara einelti af verstu gerð Davíð, og það sorglega er, að það eruð þið framsóknarmenn sem legið sjálfa ykkur í einelti með verstu kosningaherferð í manna minnum, spillingu og steinaldarstóriðjustefnu.
Annars myndi ég kalla þetta að toppa á réttum tíma.
Gaukur Úlfarsson, 28.4.2007 kl. 22:26
Og jú, auðvitað væri það betra (fyrir ykkur) ef Helgi væri bara Frammari.. þá hefði spillingin getað orðið ennþá meiri, án þess að fara í fjölmiðla. Gott að fá smá innsýn inní hvernig Þið hugsið.
Gaukur Úlfarsson, 28.4.2007 kl. 22:29
Vill bara taka það fram að ég er ekki Framsóknarmaður og mun aldrei verða það.
Davíð Örn Ólafsson, 28.4.2007 kl. 22:36
Nauðvörn hjá fréttastofu RUV?
Lýður Pálsson, 28.4.2007 kl. 22:44
Mér fannst Helgi Seljan full dónalegur eins og vanalega. Grípur fram í, móðgar, sætir og reynir ávalt og hálf partinn öskrar á viðmælendur sína.
En þetta mál þarf að rannsaka og við eigum rétt á því að það sé gert. Jónína og framsókn eiga að skilja það að almenningur á rétt á að vita hvað þarna fór í alvöru fram.
kveðja,
Páll Einarsson, 28.4.2007 kl. 23:17
Jenný: “Með hvaða hætti var konan sem talað var við í fréttum, var ríkisfangslaus og gat ekki farið úr landi í 7 ár, dregin inn í fréttina?” Fréttastofan fréttir af máli konunnar, ma var greint frá því í athugasemd hér á síðunni og hún látin fara með sína sögu, sem greinilega er stillt upp sem mótsvari og “sönnun” á því að mál stúlkunnar frá Guatemala sé einstakt. Ég var vel reiður í gær og hvatti til þessa og hef gert það og veit af mörgum sem hafa gert það. Ef þú vilt ekki senda póst þá mátt þú alveg sleppa því mín vegna.Addi. Ég get alveg skilið að konan sé svekkt. Hún veit bara ekki hvað liggur til grundvallar frekar en að við vitum ekki hvað liggur til grundvallar hennar höfnunGuðmundur Þór. Jónína er opinber persóna, ekki tengdadóttirin frá GuatemalaTommi, hvað er málið með þig og Seljan? Gaukur: Ég veit ekki hver er vaktstjóri þarna, en fréttastofan öll setur niður við svona vinnubrögð, sem er miður, því það eru virkilega góðir fréttamenn á sjónvarpinu.Sveinn: Þú byrjar alveg hárrétt. Þessar sérstöku aðstæður eru fyrir hendi, það hefur Allsherjarnefnd fullyrt. Meira má ekki segja, það er verður að virða það.Gunnar: Það sem konan sagði getur alveg átt við landsmenn. Ég hef mikla samúð með palestínsku þjóðinni og veit af kynnum mínum af ríkisfangslausum rússneskum sjómönnum að það er ekki staða sem ég vildi vera í. En að stilla konunni upp sem dómara í máli stúlkunnar frá Guatemala er algerlega ótækt og leiðandi af Sigríði.Sveinn: Helgi Seljan, sem kom þessu máli af stað var kosningastjóri Samfylkingarinnar í NA kjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Þannig er tengingin.
“Hún á að segja af sér og skammast sín, end of story!” Erlingur Þór Tryggvason, 28.4.2007 kl. 22:47 Erlingur, ert þú ekki formaður ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, þar sem Bjarni Ben ræður ríkjum?
Gestur Guðjónsson, 29.4.2007 kl. 08:35
Gestur. Það eru ýmsir athyglisverðir fletir sem þú setur upp í þessu máli og ég læt alveg liggja milli hluta hvað er rétt og hvað er rangt. Mér finnst athyglisverðast í framsetningu þinni er að þú fellur í nákvæmlega sömu gryfju og þú sakar Helga Seljan um, þ.e. að vera ómálefnalegur, reiður, fara með dylgjur o.sv.fr. Mér finnst þú gera Helga, Páli Magnússyni og mörgum þeirra er hafa commentað hér upp annarlegar hvatir og skoðanir. Vegna þess er framsetning þín á efninu eins ómálefnaleg og hugsast getur.
Sorrý Gestur, svona skítkast á miklu betur heima á malefnin.com
Sveinn Ingi Lýðsson, 29.4.2007 kl. 09:13
Sveinn: Það er rétt að mér er misboðið. Þessi framsetning þeirra gengur svo illa fram af mér að mér finnst eðlilegt að spyrja hvað Helga Seljan og nú fréttastofu sjónvarps gangi til með þessari níðherferð, því þú getur ekki annað en verið mér sammála með að þetta er leiðandi og einsleitur málflutningur. Aðrir fjölmiðlar taka allt, allt öðruvísi á málinu og sá sláandi munur finnst mér að styrki þörfina á að fá svar við spurningunni.
Gestur Guðjónsson, 29.4.2007 kl. 09:38
Ég er bara orðlaus þegar maður les svona færslur. Eru menn á launum hérna til þess að verja flokkinn sinn hvað á gengur. Er ekki neitt sem orkar tvímælis í þessu máli? Skrifaði færslur sjálfur um þetta mál. Er sjálfur óflokksbundinn en svona færslur eru einum of. Á ekki RÚV þá ekki að sleppa því að vera skoðanir, og veita spurningar til stjórnmálamanna fyrirfram þar sem þeir svara aðeins þeim spurningum sem þeir vilja?
E.Ólafsson, 29.4.2007 kl. 13:10
Ingibjörg Rósa: "en ef ástæður hennar og gögn fengu betri kynningu og umfjöllun vegna þess að hún er tengdadóttir ráðherra (eins og Jónína spjalli aldrei við kollega sína um sína fjölskyldu) og hún þurfti þ.a.l. ekki að uppfylla skilyrði sem aðrir hafa þurft að uppfylla...þá er það bara ósanngjarnt, punktur og basta! og að sjálfsögðu fréttnæmt!!!" Þarna hefur þú fullkomnlega rétt fyrir þér. En það hefur marg oft komið fram að um það var EKKI að ræða. Þess vegna er þetta ekki frétt sem á að tækla með þessum hætti.
Kristinn. Jónína ráðleggur að sjálfsögðu tengdadóttur sinni. Hún hefur skýrt frá því, m.a. í Kastljósviðtalinu. Hvað tímasetninguna varðar má í ljósi þessarar umræðu hugsa þá hugsun sem þú hugsar, en við þekkjum ekki aðstæður hennar, svo það má vera að það hafi einfaldlega ekki verið forsvaranlegt.
Eiríkur. Að sjálfsögðu á RÚV að vera gagnrýnið. Mér finnst líka fullkomlega eðlilegt að menn reki upp stór augu þegar þetta samhengi kemur í ljós, en fréttamenn verða að taka tillit til þess sem upp kemur þegar málið er kannað betur og vera sanngjarnir. Það hefur nefnilega komið fram að þeir sem fjölluðu um umsóknina þekktu ekki til þessara tengsla og þess vegna er ekki eðlilegt að halda áfram með málið á þennan hátt. Þetta var greinilega illa undirbúið hjá Helga, hann fer í fýlu og í vörn og nær fréttastofu sjónvarpsins með sér. Aðrir miðlar hafa ekki látið svona, þótt þeir hafi fjallað um málið. Tek sem dæmi umfjöllun Fréttablaðsins í gær eða umfjöllun Stöðvar 2. Þar voru viðhöfð allt önnur vinnubrögð.
Gestur Guðjónsson, 29.4.2007 kl. 13:24
Gestur minn.. Mér þykir þú ekki vera mjög klókur maður og augljóslega ekki vel að þér í fjölmiðlun.
Þín rök eru m.a. þessi, "Aðrir miðlar hafa ekki látið svona, þótt þeir hafi fjallað um málið. Tek sem dæmi umfjöllun Fréttablaðsins í gær eða umfjöllun Stöðvar 2. Þar voru viðhöfð allt önnur vinnubrögð."
Þú ert hérmeð að segja að fréttamann Ríkissjónvarpssins séu í persónlegri herferð gegn Framsókn, en aðrir fjölmiðlar séu yfir þetta hafnir.
Ef þú værir aðeins betur að þér í hvernig fjölmiðlar vinna gerðiru þér grein fyrir eftirfarandi;
1. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins fara ekki af stað með frétt af jafn viðkvæmu máli án þess að kynna sér málið rækilega.
2. Ástæða þess að aðrir fjölmiðlar ræða ekki um málið af sama styrk og RUV er einfaldlega sú að RUV hefur augljóslega undir höndum upplýsingar sem aðrir miðlar hafa ekki, samanber; RUV fluttu fréttirnar fyrstir, þeir fluttu aftur fréttir af málinu í gær og augljóst er að RUV eru ekki búnir að flytja okkur allt það sem þeir hafa undir höndum varðandi þetta mál. Það er eðli fjölmiðla að tyggja á safaríkum fréttum sem mest þeir geta, og best er ef þeir geta setið einir að fréttinni með allar upplýsingarnar.
Ég spái því að RUV flytji okkur fréttir af málinu aftur í kvöldfréttum og komi svo með stóra sprengju í kastljósi á mánudag. Þá komi fram eitthvað nýtt sem þeir hafa setið á til þess að geta teygt á fréttinni.
Gaukur Úlfarsson, 29.4.2007 kl. 14:16
Ef þú lest færsluna þá er ég að færa fyrir því rök að Sjónvarpið sé að mála málið með afar hlutdrægum hætti. Sjáum til hvort spádómur þinn rætist. Ég er efins...
Gestur Guðjónsson, 29.4.2007 kl. 14:20
Gestur minn!
Ég dáist að staðfestu þinni en hræðist hana þó enn meira.
Taktu smá moment og andaðu...
Ertu að gera þér grein fyrir því hvað þú ert að gera? Þú ert að hvetja til hreinsanna hjá Rúv vegna þess að starfsmenn hennar komu fram með frétt sem þér og þínum mislíkar!?
Staldraðu aðeins við og hugsaðu málið ... það er þinn trúverðuleiki sem er stórlaskaður núna ekki trúverðuleiki Rúv.
Sveinn Waage, 30.4.2007 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.