Svekktur ...
29.4.2007 | 13:48
Ég varð svekktur með Egil Helgason, Össur Skarphéðinsson og Ögmund í silfrinu áðan. Þeir halda því ennþá fram að það sé spillingarlykt af ríkisfangsveitingarmálinu, þrátt fyrir að þeir ættu að vita betur ef þeir horfðu á málið af sanngirni. Þeir eru að virða orð Bjarna Ben, Guðrúnar Ögmunds og Jónínu að engu. Ögmundur endurtekur það sem Kolbrún Halldórs segir að þessum undantekningum sé nær eingöngu beitt þegar afreksíþróttamenn eða börn eiga í hlut. Af hverju gengur okkur þá ekki betur í íþróttum fyrst svona mikið af afreksíþróttamönnum hefur verið veitt íslenskt ríkisfang? Það væri fróðlegt ef einhver upplýsti um aldursdreifingu þessara 150 einstaklinga sem hafa fengið ríkisfang.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Sala Landsvirkjunnar kemur ekki til greina
- Fylgi Bjartrar framtíðar
- Vinnulag við fjárlagagerð
- Landsbyggðaskattur
- Verðbólguleiðin?
- Blindir og vanhæfir gullkálfsdansarar
- Hver verða eftirmál þingsályktunartillögunnar?
- Hengjum ekki bakara fyrir smið
- Rangtúlkun Jóhönnu og Samfylkingarinnar á Rannsóknarnefndarsk...
- Furðulegar nornaveiðar í gúrkutíð
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Agnes Ásta
- Albertína Friðbjörg
- Björn Ingi Hrafnsson
- Dofri Hermannsson
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Framsóknarflokkurinn
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Gunnlaugur Stefánsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- Sveinn Hjörtur
- Valdimar Sigurjónsson
- Guttormur
- Sigurður Ellert Sigurjónsson
- Agnar Bragi
- Anna Kristinsdóttir
- Ari Jósepsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Ásta
- Baldur Fjölnisson
- Baldur Sigurðarson
- Bergur Sigurðsson
- Bergþór Skúlason
- Birgitta Jónsdóttir
- Birkir Jón Jónsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgmundur Örn Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bwahahaha...
- Daði Einarsson
- Egill Jóhannsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurbergur Arason
- Einar Vilhjálmsson
- Einar Þór Strand
- Eiríkur Harðarson
- ESB
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- FUF í Reykjavík
- Gísli Tryggvason
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðmundur Andri Skúlason
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Aron Ólason
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gústaf Níelsson
- Halldór Borgþórsson
- Hallur Magnússon
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Heiðar Lind Hansson
- Heimir Eyvindarson
- Heimir Tómasson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hermann Einarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Himmalingur
- hreinsamviska
- Hrólfur Guðmundsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhannes Guðnason
- Jóhannes Snævar Haraldsson
- Jóhann Pétur Pétursson
- Jóhann Tryggvi Sigurðsson
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jónas Egilsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Finnbogason
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jón Snæbjörnsson
- Júlíus Brjánsson
- Karl Hreiðarsson
- Karl V. Matthíasson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Landvernd
- maddaman
- Magnús Guðjónsson
- Magnús Þór Friðriksson
- Marteinn Magnússon
- Morgunblaðið
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Arnórsson
- Páll Gröndal
- Páll Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ritstjóri
- Samband ungra framsóknarmanna
- S. Einar Sigurðsson
- Sigurður Árnason
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Viktor Úlfarsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Stefán Bogi Sveinsson
- Steinn Hafliðason
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Helgason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Vefritid
- viddi
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Saari
- Þráinn Jökull Elísson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 356313
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Uss-suss-suss-suss, meira að segja ég finn lykt af Jónínumálinu, þrátt fyrir að vera í hóp ólyktnæmari manna
Jóhannes Ragnarsson, 29.4.2007 kl. 14:19
Hér er verið að beita Göbbelsaðferðinni, endurtaka staðleysuna nógu oft, til að hún verði sönn.
Gestur Guðjónsson, 29.4.2007 kl. 14:21
Aha... einmitt málið Gestur, þið Framsóknarmenn hafið verið að reyna að beita Göbbelsaðferðinni, takk fyrir að upplýsa okkur um það.
En hún er enganvegin að virka hjá ykkur.
Gaukur Úlfarsson, 29.4.2007 kl. 14:28
Hér eru menn að kalla, spilling spilling, og svo er spurt, það heitir að skjóta fyrst og spyrja svo. Ef það er endurtekið nógu oft, fer fólk að trúa því. Það er Göbbelsaðferðin, sem þú sem "rógberi" eins og þú kýst að lýsa sjálfum þér á þinni síðu, beitir fyrir þig.
Gestur Guðjónsson, 29.4.2007 kl. 14:31
he he.. fyrigefðu vinur, stóðst ekki mátið að stríða þér.
Gaukur Úlfarsson, 29.4.2007 kl. 14:40
ekki málið...
Gestur Guðjónsson, 29.4.2007 kl. 14:41
En það á ennþá eftir að skýra afhverju að sumir fá ríkisfang en aðrir ekki. Það er skýtið að fólk sem t.d. kemur frá Palestínu á engu ríkisfangi færi ekki náð fyrir Allsherjarnefnd en svo koma aðrir og fljúga í gegn. Síðan þetta með afreksmenn þá má nefna Rúnar Alexandersson fimleikum, Róbert Duranona eða hvað hann hét í handbolta og einhverjir í körfunni líka minnir mig. Bobby Fisher og nokkrir aðrir hafa fengi flýtimeðferð og við skiljum hversvegna það er. En hvað ræður störfum þessarar afgreiðslunefndar Allsherjarnefndar? Og þangað til verður þetta alltaf sveipað því að Guðjón Ólafur sem tók þátt í þessu hlýtur að hafa vitað að þetta var manneskja sem tengdist Jónínu. Ekki það að stúlkan er auðvita velkomin í hóp okkar Íslendinga. En samt spyr maður afhverju nefndin synja sumum
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.4.2007 kl. 18:26
Málflutingur Ögmundar var með eindæmum. Innrétting VG kom líka fram í umræðu um Bechtel. Það virðist vera á stefnuskrá VG að níða skóginn af öllum. Það mátti ekki með neinum hætti nefna það sem vel er gert heldur verkefni hér uppá Íslandi er sett í samsærissamhengi í Íraks og Bólivíu. Þetta sýnir svo ekki verði um villst að VG er niðurrifs afl af verstu gerð og hefur ekki hagsmuni vinnandi íslendinga að leiðarljósi
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 29.4.2007 kl. 18:55
Eiríkur; Með þessum ömurlegu rökum þínum mætti allt eins segja;
Bjóðum Osama Bin Laben til landsins, hann hefur ekkert gert okkur, hann á skít nóg af peningum og yrði öruglega alveg til friðs hérna.
Bjóðum svo líka þeim fáu eftirlifandi nasistum, sem eru í felum víða um heim, hingað líka, ekki hafa þeir gert okkur neitt slæmt.
Gerum viðskiptasamning við Norður Kóreu, ekki hafa þeir gert okkur neitt..
Förum bara alla leið, búum til þægilegt umhverfi fyrir glæpagengi á íslandi.. en bara þá sem hafa ekkert gert okkur neitt íllt..
Geriru þér einhverja grein fyrir hverskonar fyrirtæki við erum að díla við og umhverfisráðherra okkar er að veita sérstaka viðurkenningu? Þá er ég ekki að tala um neinar samsæriskenningar, heldur hluti sem liggja uppi á borðinu??
Gaukur Úlfarsson, 29.4.2007 kl. 19:48
Ég er að vísu sammála þér, Gestur, um að þáttur Helga Seljan í þessu máli er býsna slæmur - að ég ekki segi ógeðfelldur. En það kom mér ekki gersamlega á óvart því mér hefur lengi virst þessi fréttamaður haga sér bæði heimskulega og af talsverðum sjálfbirgingshætti.
En hins vegar blöskrar mér að þessir þrír alsherjarnefndarmenn skuli bera það blákalt fram að þeim hafi verið alls ókunnugt um tengsl þessa umsækjanda við Jónínu Bjartmarz. Ef umsóknin hefur ekki verið nákvæmari en svo að hvorki hafi þar komið fram heimilisfang (sem væntanlega þarf að sannreyna) og tengsl við innfædda (í ljósi þess hvaða erindi þessi stúlka á hingað til lands) - hvers konar umsókn var þetta þá?
Þegar verið er að veita undanþágu frá dvalarákvæði (15 mánuðir í stað 84) hlýtur mál umsækjanda að vera kannað býsna nákvæmlega. Hafi nú komið í ljós, eins og mér fannst Jónína ýja að, að þessarar stúlku biðu hræðileg örlög í heimalandi hennar - má þá ekki segja frá því?
Mér finnst þessi þrjú úr allsherjarnefndinni, Bjarni Ben, Guðrún Ögmunds og Guðjón Ólafur satt að segja ekki hafa komið svo trúverðuglega fram að ég treysti þeim í blindni. Það sem þau hafa sagt er raunar að Jónína hafi ekki beitt áhrifum sínum og það getur svo sem vel verið rétt (svona skv. bókstafnum). En ef ekkert þeirra hefur gert sér grein fyrir tengslum umsækjanda og Jónínu, þá held ég að þau hafi ekki unnið heimavinnuna sína eins og ætlast má til. Þegar svona er svarað gefur það tilefni til grunsemda - og voru þó tilefni næg fyrir.
Valdimar Gunnarsson, 29.4.2007 kl. 21:30
"Hin nýja blaðamennska" hefur greinilega hafið innreið sína í þjóðfélagið. E.t.v. ættu þessar hetjur að stofna Fréttamannaflokkinn? Þeir gætu haft á stefnuskrá sinni að rógbera alla landsmenn? Það ætti ekki að taka svo ýkja langan tíma með nútíma tækni. Þjóðin myndi fylgjast agndofa með á hverju kvöldi og hafa gaman af.
Júlíus Valsson, 29.4.2007 kl. 22:45
Gaukur, Já ég þekki þá vel. Daglegt samband í á 3. ár. Ber þar hvergi skugga á. Hafa staðið við allt og framkoma þeirra til sóma. Ég þekki engan sem hefur farið ílla út viðskiptum við þá.
Það er mikilvægt fyrir unga reiða menn að skoða staðreindir og lesa eithvað annað en jaðarbókmentir. það hjálpar líka að mynda sér skoðainir frá aðilum sem hafa þekkingu og reynslu.
Ef við skoðum ummæli Ögmundar þá ber ekki að þakka Bechtel fyrir að hafa ekki fórnað svo mikið sem 1 mannslífi í sinni framkvæmd. Hversu mörg líf hafa tapast á Kárahjúkum. Þetta ber að viðurkenna því að þetta er vel gert. Sama með umhverfismálinn. Hefur orðið meigunnarslys hjá Bechtel? Nei en hversu margir hafa leitað læknis að Kárahjúkum... Bechtel hefur sett nýja staðla um verklegar framkvæmdir á Íslandi. Það ber að viðurkenna. Ummæli Ögmundar eru ómerkileg og röng. Ég vona að þú kynnir þér málið betur Gaukur annars verð ég með pistil um þetta seina í vikunni.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 29.4.2007 kl. 23:19
Eiríkur, annað hvort skildir þú ekki svar mitt eða kaust að gera það ekki.
Gaukur Úlfarsson, 30.4.2007 kl. 00:07
Ég tek heilshugar undir að það þarf að vera okkur almennt ljóst af hverju verið sé að veita fólki íslenskt ríkisfang. Mér finnst umræðan blanda saman eðlilegri gagnrýni á þann þátt og því að einstaklingur, sem er í fjölskyldu með stjórnmálamanni hafi fengið afgreiðslu. Þessum 3 allsherjarnefndarmönnum þarf líka að gera þann greiða að losa þá undan þessum dylgjum um að vera ekki að greina rétt frá eða ef svo er ekki að það komi í ljós.
Mér finnst óeðlilegt að stúlkan þurfi að sæta því að þurfa að greina nákvæmlega frá sinni umsókn. Hennar einkalíf nýtur friðhelgi eins og okkar hinna líka. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig hægt er að nálgast málið innan stjórnsýslunnar, en það er nefnilega ekki alveg einfalt. Almennum stjórnvaldsúrskurðum er t.d. hægt að skjóta til umboðsmanns Alþingis, en þessi nefnd fellur ekki undir það, þótt í rauninni séu Alþingi að framkvæmda stjórnsýslugjörning með þessum lagasetningum. Einhver sem hefur fengið höfnun gæti kært til dómstóla, en sú niðurstaða gagnast ekki máli Jónínu, þar sem kosningarnar yrðu fyrir löngu um garð gengnar.
Varðandi Bechtel, þá held ég að ég geti fullyrt að það séu fá fyrirtæki sem nokkurntíma hafa fært verktakaiðnaðinum á Íslandi jafn mikla þekkingu og framfarir í vinnubrögðum. Hef kynnst því í starfi mínu sem umhverfis og öryggisfulltrúi Olíudreifingar og ber þeim mikil þökk fyrir. Vonandi mun arfleið þeirra endast innan verktakabransans, því sá bransi er að umgangast náttúruperlur okkar alla daga og eru þeir sem helst geta valdið spjöllum á náttúrunni. Mér finnst Ögmundur lítilsvirða þetta framlag þeirra með sínum málflutningi og ber að hafa skömm fyrir.
Gestur Guðjónsson, 30.4.2007 kl. 00:10
Ögmundur og Kolbrún töluðu um að flestir af þeim sem fá þessa afgreiðslu séu börn. Af þeim 18 sem fengu jákvæða afgreiðslu í þetta skiptið eru 4 börn. Fjögur. Áheyrnarfulltrúinn hefur eitthvað misst einbeitinguna...
Gestur Guðjónsson, 30.4.2007 kl. 00:37
Það er nú alveg frábær röksemdafærsla að segja að vegna þess að við stöndum okkur ekki nógu vel í íþróttum standist það ekki að undanþágur séu aðallega veittar íþróttamönnum. Þetta er svona álíka og að afneita tilvist laga gegn þjófnaði í krafti þess að vissulega fyrirfinnist þjófar!
Þorsteinn Siglaugsson, 30.4.2007 kl. 08:44
Frétta stofa RÚV er komin á ansi lágt plan að mínu mati.
Júlíus Valsson, 30.4.2007 kl. 09:58
Varstu búinn að finna e-mailið hjá stjórnendum 365 svo við getum sent áskorun um að slökkva á Agli líka?
Sveinn Waage, 30.4.2007 kl. 11:05
Þorsteinn:Þetta átti að vera hótfyndni, ekki rök. Vona að aðrir hafi skilið það þannig.
Sveinn. Egill er ekki að vinna málið og keyra það áfram. Hann er bara að lýsa viðhorfi sínu. Það horfir öðruvísi við finnst mér.
Gestur Guðjónsson, 30.4.2007 kl. 16:38
Út úr þessu karpi stendur ein hugmynd eftir. Við skulum gera viðskiptasamning
við Norður Kóreu. Það er rétt þeir hafa ekki gert okkur neitt. Kannski smáatriði
en það eru tvö smá vafamál. Það fyrra er að þeir hafa líklega ekkert til að selja.
(Handskorna tannstöngla ? ) og hitt er að þeir geta örugglega ekki keyft neit af
okkur. En hugmyndin er góð.
Snorri Hansson, 1.5.2007 kl. 02:53
Afar góð. Rétt að hafa samband við utanríkisráðuneytið
Gestur Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.