Vandi á höndum í Þjórsárverum

Starfshópur Umhverfisráðherra um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum hefur skilað af sér.

Ekki náðist samstaða í nefndinni um hversu langt ætti að ganga og lagði hópurinn því til að ganga eins langt og samstaða var um, en heimamenn lögðust gegn því að það svæði sem Norðlingaöldu er ætlað yrði friðlýst. Er um stefnubreytingu að ræða af hálfu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, en oddviti þeirra Gunnar Örn Marteinsson var fulltrúi hreppsnefndar í hópnum. Fyrri sveitarstjórn lagðist gegn Norðlingaölduveitu, og veittu ekki framkvæmdaleyfi fyrir henni, en í kosningum til þeirrar sveitastjórnar voru Þjórsárverin helsta og í rauninni eina kosningamálið. Lítið sem ekkert var fjallað um Þjórsárverin í aðdraganda síðustu kosninga, svo þessi stefnubreyting er athyglisverð í því ljósi.

Ég sé þrjá kosti í stöðunni fyrir ráðherra:

  • Fara að tillögum nefndarinnar. Þar með væri Norðlingaalda í raun fest í sessi, amk er framkvæmd hennar líklegri.
  • Friðlýsa Eyvafenin með og ganga þar með gegn vilja heimamanna. Sá kostur er þó einungis gerlegur ef handhafi þjóðlendunnar, Geir H Haarde, forsætisráðherra samþykkir.
  • Gera ekki neitt og halda stöðunni opinni. Í ljósi þeirrar réttaróvissu sem er um virkjanaleyfið eftir hæstaréttardóm sem felldi hluta úrskurðar setts umhverfisráðherra, úr gildi, eru forsendur veitunnar breyttar og því eðlilegt að meta hana með öðrum þeim kostum sem falla undir rammaáætlun og stefnt var að að meta í frumvarpi Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra, en stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að yrði að lögum.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband