Kastljósið að girða sig í brók

Í Kastljósi kvöldsins var sýnd umsókn kærustu sonar Jónínu Bjartmarz um íslenskt ríkisfang. Sagðist Kastljós hafa undir höndum allar 18 umsóknirnar og bar saman ástæður þeirra og hennar, en hún var sú eina í þeim hópi sem var veitt ríkisfang á grundvelli skerts ferðafrelsins. Hafði hún dvalið skemmst af þeim sem sóttu um, en einnig kom fram að 50 af þessum 150 höfðu dvalið skemur en í 2 ár.

Það er greinilegt að Páll Magnússon hefur tekið til sinna ráða og farið fram á vandaðri vinnubrögð.

Bjarni Benediktsson, formaður Allsherjarnefndar, vildi ekki koma í viðtal Kastljóssins en sagði að fleirum hafi verið veitt ríkisfang á grundvelli sömu aðstæðna og stúlkunnar á kjörtímabilinu.

Það sem upp úr stendur er þetta:

  • Ekkert hefur komið fram sem styður fullyrðingar um að Jónína hafi haft áhrif á afgreiðslu málsins.
  • Einhverjum mér óþekktum fjölda öðrum hefur verið veittur ríkisborgararéttur á grundvelli skerts ferðafrelsis

Það má alltaf ræða það hvort þetta séu réttmætar og eðlilegar ástæður, en ekkert hefur enn komið fram sem styður það að stúlkan hafa hlotið sérmeðferð vegna tengsla sinna við ráðherra og ekkert sem styður að ráðherra hafi beitt sér í málinu.

Ég fagna því að Kastljósið hafi farið fram á samantekt á ástæðum fyrir öllum þeim ríkisfangsveitingum sem Alþingi hefur afgreitt á kjörtímabilinu og verður hún örugglega til þess að þessi mál fái yfirvegaðri umfjöllun

Betur væri ef menn hefðu viðhaft svona vinnubrögð strax við upphaf málsins, en ekki skotið og spurt svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Sæll Gestur.  Ég vil meina að þetta sé týpískt mál sem er búið til af fjölmiðlum.   En það má alveg ræða það hvernig staðið er að veitingu ríkisborgararéttar svona almennt. Örugglega eitthvað sem má bæta í því sambandi eins og almennt þarf að bæta þjónustu við innflytjendur.  

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 30.4.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Skrýtið, en mér fannst Kastljósið aðallega sýna fram á furðuleg vinnubrögð Allsherjarnefndar og einkum þessarar þriggja manna undirnefndar. Ósamræmið í veitingu ríkisborgararéttar er æpandi og þarna er pottur mölbrotinn svo ekki sé meira sagt. Hvers vegna veitir formaðurinn ekki viðtöl við fréttastofur? Hvers vegna afhendir hann ekki umbeðin gögn þar sem undanþágurnar eru reifaðar? Af því nefndin er með allt niðrum sig í þessu máli og þessi vinargreiðaundanþága er að koma henni rækilega í koll.

Finnst þér óhagræði við að sækja á vori hverju um landvistarleyfi eftir námsvetur í Bretlandi flokkast sem "skert ferðafrelsi" ?! Að mínu mati hér verið að veita ríkisborgararéttinn af hreinum hentugleikaaðstæðum á meðan öðrum er synjað sem þurfa hans frekar við og uppfylla auk þess skilyrðin talsvert betur. Hvert er til dæmis álit þitt á rúmlega tvítuga manninum sem minnst var á í Kastljósi? Hann kom hingað 2001, á móður sem þegar er orðinn ríkisborgari, á nokkrar systur hér á landi en allt kemur fyrir ekki, hann fær ekki ríkisborgararétt?!  Finnst þér skrýtið að hann sé sár og hissa á þessu? Svaraðu því, takk.

Allsherjarnefnd hefur hér gerst sek um afglöp í besta falli, spillingu í versta falli, og að halda því blákalt fram að þessi ósvífna fyrirgreiðsla sé tilkomin algerlega án þess að tengslin við tengdamömmuna komi til - það er bara pólitískur barnaskapur sem opinberar grunnhyggni þeirra sem halda honum fram.  

Að lokum þetta; finnast þér ástæðurnar fyrir þessari undanþágu fullnægjandi, með hliðsjón af því hvaða beiðnum var hafnað?! Svaraðu því líka, takk.

Jón Agnar Ólason, 30.4.2007 kl. 23:39

3 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Gestur, ertu á smjörsýru?? hvernig geturu komist að þessari niðurstöðu??

Ég spáði því hér í komentakerfinu þínu fyrir nokkrum dögum þegar þú fórst hamförum í að halda því fam að Helgi Seljan væri óþokki, að RUV og RUV einir myndu halda áfram að fjalla um málið, þar sem það var augljóst að þeir voru með öll gögn undir höndum frá því að Helgi flutti fréttir af málinu fyrst. Einnig spáði ég því að stóra bomban kæmi í dag. Sem hún gerði..

Þú getur reynt að blekkja sjálfan þig með því að halda að bréf sem þú skrifaðir til Páls Magnússonar hafi haft einhver áhrif. Staðreyndin er samt augljós, RUV vissu allan tíman hvernig þeir myndu gera þetta;

1. flytja hlut fréttarinar

2. gefa öllum sem komu að málinu, tækifæri á því að bregðast við (gáfu Jónínu og nefndarmönnum 4 heila daga til að koma fram og segja satt)

3. birtu allar upplýsingar sem þeir höfðu undir höndum, sem sýna óhikað fram á að hér er augljóslega maðkur í mysunni og einhver, ef ekki allir, eru að ljúga.

Eftir stendur Jónína berrössuð..

Gaukur Úlfarsson, 1.5.2007 kl. 00:32

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jafnræðisreglan var brotin.  Það er staðreynd.  Ég gat nú ekki á mér setið og bloggaði um hugtakið "skert ferðafrelsi".  Fyrir milljónir manna hefur það átakanlega þýðingu bæði í formi fátæktar og pólitískrar innilokunar (jafnt í fangelsi sem og löndum sem loka fólk inni).  Það er grátlegt að þetta hugtak skuli hafa verið notað sem réttlæting á veitingu ríkisborgararéttar fyrir fólk sem býr við góðar aðstæður hér uppi á Íslandi.

Mér er sama hverra flokka það fólk er sem sat í þriggja manna nefndinni og ég tel nokkuð ljóst að Jónína hafi ekki bara komið af fjöllum, hún greiddi atkvæði með þessum ríkisborgararétti.  Nær væri að biðjast afsökunar.  Þau eru öll ábyrg hvert eitt og einasta þeirra en einkum og sérílagi nefndin. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 01:19

5 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Sæll og blessaður mæti framsóknarvinur, þetta er nú virkilega lífleg lesning hér í athugasemdunum. Annars eru kominn ein 10 ár frá því að við höfum hist og spjallað.Þyrftum endilega að hittast einhvern tíma og taka uppá að ræða saman, þú veist að við framsóknarmenn ætlum að opna kosningaskrifstofu á fimmtudag kl. 17:00 í húsinu sem krónan var til húsa, Beint á móti brúnni.

Eiríkur Harðarson, 1.5.2007 kl. 04:06

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Óskar: Ég skora á þig að lesa færsluna mína aftur. Málið snýst ekki um hvort eðlilegt sé að veita ríkisborgararétt á þessum forsendum, heldur hvort hún hafi hlotið sérmeðhöndlun vegna tengsla sinna við ráðherra.

Jón Agnar: Mér hugnast almennt ekki að verið sé að taka of mikið af ógagnsæum ákvörðunum. Hér er löggjafinn að seilast inn á svið stjórnsýslunnar, sem er bundin mjög skýrum fyrirmælum, en löggjafinn er það ekki. Ég bíð eftir yfirliti því sem Kastljós hefur beðið um, um alla þessa 150. Þá kemur í ljós hvort um einstakt tilvik er að ræða. Það hafa allir sem setið hafa í þessari nefnd sagt að sé ekki, svo við skulum bíða og sjá. Það er nefnilega afskaplega erfitt fyrir okkur, sem höfum ekki öll gögn máls að meta þau. Nú veit ég EKKERT um þennan tvítuga, en það gæti verið að hann hefði eitthvað gert, eða aðstæður hans með einhverjum hætti þannig að hann kæmi ekki til greina að okkar mati. Það má enginn sá sem veit heildarmyndina tjá sig um það. Þannig að svona dæmi eru oft svo erfið. Munið t.d. eftir Úkraínumanninum, sem reyndist vera dópsmyglari.

Gaukur: Ég hef aldrei verið á smjörsýru og þekki því ekki áhrif hennar, svo ég get ekki metið hvernig þú lest það út úr skrifum mínum. Þú athugar að Helgi Seljan er ekki lengur með fréttina, heldur Sigmar. Ég sé ekki afturendann á Jónínu í þessu máli. Það sem þeir voru að leiða líkum að í gær, að það væri losarabragur á veitingunum, en þeir sýndu ekki fram á neitt nýtt um að Jónína hefði beitt sér í málinu, sem er aðalásökun Helga Seljans og það sem ég var að bregðast mest við.

Jóhann: Það er ljótt að gera eins og Sigurjón og segja aðra ljúga. Bíðum eftir upplýsingunum um alla 150 og dæmum svo um, hvort mál hennar sé einstakt. Á grundvelli þess er svo hægt að meta hvort líkur séu á að Jónína hafi, þvert gegn yfirlýsingum fulltrúa stjórnar og stjórnarandstöðu, beitt sér í málinu eða stúlkan hlotið sérmeðhöndlun vegna tengsla sinna.

Jenný: "Jafnræðisreglan var brotin, það er staðreynd" Á hverju byggir þú það? Gögnin frá Allsherjarnefnd verða að liggja fyrir áður en hægt er að hlaupa að þessari niðurstöðu. Stúlkan sækir um á grundvelli ferðafrelsis og fær, það er ekki henni að kenna.

Sveinn: Eins og ég skrifaði í færslunni, þá má endalaust ræða á grundvelli hvers veita á ríkisfang. Það er nefnilega verið að blanda saman tveimur umræðum. Annars vegar um það hvað á að liggja til grundvallar veitingu ríkisfangs og hins vegar hvort stúlkan hafi hlotið sérmeðhöndlun og ráðherra hafi beitt sér.

Varðandi spillingu, þá dæmir þessi vitleysa í þér sig sjálf. Minni á sendiherraveitingarnar o.s.frv. Held að mönnum farist að tala bara um einn flokk í því sambandi

Eiríkur: Látum endilega verða af því sem allra fyrst.

Gestur Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 09:30

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Það eru tvær hliðar á þessu máli.

Annars vegar afskaplega óvönduð vinnubrögð RÚV í upphafi, sem þeir eru nú að reyna að klóra yfir.

Hins vegar það, að nú munu umsækjendur um ríkisborgararétt á Íslandi væntanlega kynna sér fordæmi Allsherjarnefndar og nýta sér jafnræðisreglu Stjórnsýslulaganna.  Málið í heild, þ.e. varðandi vinnureglur nefndarinnar, hefur þegar fengið dágóða umfjöllun og auglýsingu.   

Júlíus Valsson, 1.5.2007 kl. 12:16

8 Smámynd: Pétur Þorleifsson

"Það er greinilegt að Páll Magnússon hefur tekið til sinna ráða og farið fram á vandaðri vinnubrögð." Er þá útvarpsstjórinn um leið fréttastjóri ?

Pétur Þorleifsson , 1.5.2007 kl. 12:27

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Júlíus: Já, og vonandi verður þessi umræða til að allir svona hortittir í hinu opinbera kerfi hverfi. Ég tek sem dæmi úthlutun vegafjár, þar sem þingmenn kjördæmanna véla með það fé sem kjördæminu er úthlutað. Auðvitað á að setja almennar reglur og útskýra af hverju er farið í hverja framkvæmd fyrir sig og í hvaða röð, en ég sé þrjár, hagkvæmni (og þá á að upplýsa um innri vexti framkvæmdarinnar), öryggi og byggðasjónarmið. Mér finnst alveg réttlætanlegt að fara í vegaframkvæmdir vegna allra þessara þátta, en hlutirnir verða að heita réttu nafni.

Pétur: Kastljósið heyrir ekki undir fréttastofuna, heldur beint undir Pétur, ef ég hef skilið málið rétt.

Gestur Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 13:01

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það hefur komið fram ótti um að fjöldi útlendinga muni kópera umsókn tengdadóttu Jónínu og fá hér ríkisfang með skjótum og auðveldum hætti. Ég er ekki viss um að þetta gangi upp því ég held að allsherjarnefnd heyri ekki undir stjórnsýslulög.            Hvað segir þú um þetta Gestur?

Sigurður Þórðarson, 1.5.2007 kl. 13:57

11 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er rétt hjá þér Sigurður. Tel einsýnt eftir þetta mál að þessi hortittur verði skorinn af. Amk verði settar skýrari verklagsreglur, hvernig sem það er gert lagatæknilega.

Gestur Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 14:05

12 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ímugustur: Þú hefur greinilega ekki lesið það sem ég hef skrifað með sanngirni. Ég gagnrýni flokkinn mikið. Ég geri það á réttum stöðum og hef þannig áhrif á stefnu hans og hef oft gagnrýnt hann. En ég geri það ekki með upphrópunum og hálfvitagangi eins og því miður er mikið um í umræðunni núna. Ef þú hefur fylgst að sanngirni með skrifum mínum vil ég t.d. benda þér á þessa færslu, nenni ekki að finna fleiri, þar sem þú skrifar undir dulnefni.

Gestur Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 15:06

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sæll aftur Gestur;
Þú ferð með rangt mál hérna í færslunni þinni. Það kom aldrei fram ástæða þess að þessari stúlku var veittur ríkisborgararéttur. Haft var eftir B.Ben að dæmi væru fyrir því að fólki hefði verið veitt ríkisfang sökum skerts ferðafrelsis. En það var tekið sérstaklega fram að hann væri ekki með því að segja að það væri ástæða þess að umrædd stúlka fékk svona skjóta afgreiðslu.
Það kom líka fram að í langflestum tilvikum þar sem veittur hefði verið ríkisborgararéttur fólki sem hefði dvalið skemur en tvö á á landinu væri um að ræða börn/maka íslenskra ríkisborgara og flóttamenn. M.ö.o eru slíkar flýtimeðferðir hannaðar með alvarleika þeirra í huga eftir því sem kemur fram í lögum og reglum um veitingu Íslensks ríkisfangs. Hvergi sá ég þar að vandræði við að komast í jólafrí eða sumarvinnu flokkuðust þannig.

Frekar lítið eftir í færslunni þinni sem skiptir máli. Flest annað vangaveltur um hvort Páll hefði tekið Helga Seljan á teppið og að Jónína hefði ekki beitt sér fyrir málinu.

Í fyrsta lagi var lesið upp það sem stúlkan hafði tiltekið sem ástæður fyrir umsókn sinni, en hún var svo ómerkileg sem það væri svo mikið mál að koma til Ísland í skólafríum frá Bretlandseyjum. Kannski megi flokka það sem "skert ferðafrelsi" en ég er samt ekki viss um að fólk með raunverulega skert ferðafrelsi myndi vera sammála þeirri greiningu.

Utanríkisnefnd var búin að afgreiða málið með synjun. Það fór aldrei á milli mála, hvorki í Utanríkisnefnd né Allsherjarnefnd hver stúlkan var á hverra vegum hún var hér á landi. Enda kom skýrt fram að það er sérstaklega athugað, þ.e. heimilisaðstæður umsækjenda hér á landi og hverra skjólstæðinga þeir eru ef einhverra.
Allsherjarnefnd er klárlega á kafi í þessu óþverramáli en að nefndin hafi bara ákveðið á eigin spýtur að koma Jónínu á óvart með svona greiðasemi, þykir mér mjög ólíklegt

Heiða B. Heiðars, 1.5.2007 kl. 16:45

14 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæl Heiða

Kastljósið las umsókn stúlkunnar upp, þar kom fram ástæðan, sem var skert ferðafrelsi, sama hvernig þú lítur á það. Ég get ekki metið hvort þetta er meiri eða minni skerðing á ferðafrelsi en aðrir sem fengið hafa höfnun eða synjun á ríkisfangi vegna þess. Um það er ekki hægt að alhæfa út frá þessu eina dæmi. Þú hefur rangt eftir Bjarna, Aðspurður hvort þessi rök, "skert ferðafrelsi", eigi við í tilfelli stúlkunnar sagði Bjarni að hann gæti hvorki né vildi tjá sig um einstök mál. Það er hreinn útúrsnúningur að halda því fram að þetta sé veitt á öðrum forsendum.

Helgi Seljan lagði af stað með málið á þann veg að Jónína hafi beitt sér í málinu og misbeitt valdi sínu. Það er meginmálið í minni gagnrýni á Kastljósið. Ég ætla mér ekki að fjalla um hvaða ástæður eru nægar til að veita ríkisfang, nema þá bara almennt. Það er allt önnur umræða sem kemur þessari tilteknu stúlku ekkert við. Í því felst svo það gagnrýnisverða í áframhaldi málsins að þegar fjallað er almennt um málið er sífellt verið að vísa í þessa tilteknu veitingu. Það er ekki sanngjörn fréttamennska, þótt maður geti alveg skilið freistinguna.

"Utanríkisnefnd var búin að afgreiða málið með synjun" Hef aldrei heyrt af því, hvar hafa þessar upplýsingar komið fram?

Gestur Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 18:10

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það hefur verið ljóst frá upphafi að Utanríkisnefnd synjaði henni um ríkisborgararétt. 

Og ef ég hef skilið rétt, þá fær Allsherjarnefnd einungis þá mál sem Utanríkisnefnd hefur synjað en umsóknaraðili ósáttur við niðurstöðuna.

En við höfum þá bæði rangt eftir B.Ben. Þú fullyrtir að hann hefði sagt "skert ferðafrelsi" hafa eitthvað með niðurstöðuna að gera og ég sagði að hann hefði tekið fram að það hefði ekki með það að gera.

Hið rétta er að hann vildi ekki tjá sig um það. Við erum þó sammála um það

Heiða B. Heiðars, 1.5.2007 kl. 19:29

16 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Heiða: Kynntu þér málið áður en þú tjáir þig svona. Ferillinn er þessi: Einstaklingur sækir um ríkisborgararétt til Dómsmálaráðuneytis, sem veitir eða hafnar að fenginni umsögn, m.a. Lögreglu og Útlendingastofnunnar. Þeim sem er hafnað er, skv leiðbeiningaskyldu stjórnvalda bent á að hægt sé að sækja um veitingu ríkisborgararéttar til Alþingis. Á Alþingi er umsóknunum beint til allsherjarnefndar, sem fá einnig umsagnir. Þannig að þú ert eitthvað að rugla þessu saman, svipað og þú gast tjáð þig heillengi áður en þú sást þáttinn makalausa hjá Helga Seljan.

Gestur Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 21:14

17 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Eru fréttamenn á Íslandi hafnir yfir gagnrýni? Hér stekkur allavega fram múgur og margmenni til að verja Helga Seljan og umfjöllun Rúv. Það virðist vera erfitt að ræða þetta mál á skynsamlegum nótum þegar fólk er svo upptekið við að koma með sleggjudóma og hrópa spilling spilling að enginn nennir að kynna sér málið eða yfirhöfuð lesa þá pistla og athugasemdir sem það er að gagnrýna. Ætli svona Seljanismi (óvönduð vinnubrögð) sé bráðsmitandi?

Guðmundur Ragnar Björnsson, 1.5.2007 kl. 21:46

18 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gestur;Bíddu... hvar er ég þá að misskilja? Hún hafði fengið synjun og þess vegna endaði málið hennar inn á borði Allsherjarnefndar.

Það vill nú svo til að fréttirnar eru aðalmálið.. ekki þeir sem flytja þær. Það skiptir mig miklu meira máli að stjórnmálamenn séu heiðarlegir eða hvort þér og þínum finnast fréttamenn góðir/slæmir við þitt fólk

Guðmundur; Endurtek.. það að beina kastljósinu að Helga Seljan og umfjöllun RÚV er einfaldlega ekki að hitta í mark. Fréttin stendur alveg eftir sem áður 

Heiða B. Heiðars, 1.5.2007 kl. 21:54

19 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hún fékk ekki synjun hjá utanríkisnefnd, sem er fastanefnd á Alþingi svipað og allsherjarnefnd. Hún fékk synjun þar sem hún uppfyllti ekki þau skilyrði sem lög þau sem dómsmálaráðuneytið vinnur eftir setur, en allsherjarnefnd Alþingis er mun rúmari stakkur sniðinn, að því að manni getur skilist af umfjölluninni og því sem nefndarmenn og fyrrverandi nefndarmenn hafa sagt.

Sigmar vann sína vinnu vel að mínu mati, en Helgi veður af stað og stillir Jónínu upp sem skúrki strax í upphafi án þess að hafa NEITT

Gestur Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 22:22

20 Smámynd: Gestur Guðjónsson

í höndunum því til staðfestingar. Hann hafði aftur á móti fengið upplýsingar um að kærasta sonar hennar hefði fengið ríkisfang hjá Alþingi. Af þeim upplýsingum einum virðist hann álykta að hún hafi beitt sér. Hann hefur ekki komið með neitt fram sem styður að hún hafi gert það og það er óvönduð blaðamennska að fara í loftið með hluti sem vega harkalega að heiðri stjórnmálamanns, sem að auki er í erfiðri kosningabaráttu án þess að sýna nein gögn sem staðfesta það.

Gestur Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 22:25

21 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Gestur.. ekki vera svona mikið geðveikur.. Heldur þú virkilega að Helgi Seljan hafi bara gripið þetta mál úr tómu lofti? Einsog ég hef sagt þér áður, (þegar ég spáði því hvernig RUV myndi fara með málið, sem reyndar þú hélst að myndi ekki rætast, en rættist samt) þá gerir þú þér ekki grein fyrir því hvernig fjölmiðlar vinna. Helgi seljan bjó ekkert til þessa frétt, honum er afhent hún, annaðhvort af ritstjóra kastljós, (sem setur upp strategíuna hvernig málið skuli flutt, þ.e. ekki birta allt strax, leyfa þessum aðilum að koma fram og segja satt áður en allt málið er birt nokkrum dögum seinna) eða einhverjum utanaðkomandi aðila og þá þarf Helgi að sýna sínum ritstjóra málið sem tekur þá ákvörðun einsog ég rak hér að ofan. hluti af þessu plani er að Helgi flytji ekki alla fréttina, Sigmar taki svo við. Kannski verður svo Þóra með meiri umfjöllun um málið í kastljósinu á morgun.

Don't shoot the messenger!

Ef þú ert ekki nógu mikill maður til þess að biðja Helga Seljan afsökunar og viðurkenna að þú hafir einfaldlega haft rangt fyrir þér, þá verð ég að gera einsog Steingrímur J. gerði við samflokksfélaga þinn fyrr í kvöld svo eftirminnilega og votta þér samúð mína.

Gaukur Úlfarsson, 2.5.2007 kl. 00:04

22 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gaukur. Hefur eitthvað komið fram sem styður það að Jónína hafi beitt sér í þessu máli, fyrir utan það að ráðleggja stúlkunni?

Mér finnst það algert grundvallaratriði gagnvart þeirri framsetningu sem Helgi/Kastljósið valdi að hafa á málinu og þeim ályktunum sem hann dró og þeim fullyrðingum sem hann kom með, sem enn hafa ekki verið sannaðar. Þegar gögnin um allar afgreiðslurnar koma fram er hægt að skoða hvort litið hafi verið með öðrum hætti á hennar aðstæður, að því marki sem friðhelgi einkalífs heimilar, er hægt að taka afstöðu til þess hlutar, en að ætla að Jónína sé svo grunnhyggin að skipta sér af þessu svona rétt fyrir kosningar tekur ekki nokkru tali. Sigmar vinnur þetta allt öðruvísi, eins og ég segi í færslunni.

Mér þykja svona let them deny it vinnubrögð ekki sæmandi, hvort sem það er orðin viðtekin venja hjá einhverjum fjölmiðlum eður ei. Mismunurinn á fréttamati hinna fjölmiðlanna er einnig sláandi, því yfirleitt eru þeir svipað uppteknir af öllum málum.

Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband