Hvað kosta kosningaloforðin?

Mér finnst ótrúlegt hvað stjórnmálaflokkarnir fá að gaspra um útgjöld hér og útgjöld þar, skattalækkanir hér og allsstaðar án þess að þurfa að gera grein fyrir sínu máli. Enginn þeirra þarf að gefa út útreikninga á kostnaði og tekjum.

Þegar ég bjó í Danmörku var þetta alltaf gefið upp og menn spurðir hvar menn ætluðu að spara til að auka útgjöldin annarsstaðar og hvaða sköttum ætti að breyta. Til að komast til botns í þessu tómarúmi, amk varpa aðeins ljósi á það, skulum við fara saman í vegferð. Reglurnar eru einfaldar: Ég ræð. Það er í samræmi við fundarsköp Drauga- og tröllavinafélags Evrópu, þar sem draugar og tröll eiga seturétt ásamt lifandi mönnum. Þar sem enginn veit hve margir eru í raun á fundinum hefur forseti einn lýðræðislegt ákvarðanatökuvald. Þær aðstæður eiga við í bloggheimum líka.

Ég skal vera sanngjarn, get ekki verið alveg hlutlaus, en ætla að vera málefnalegur.

Athugasemdir óskast settar inn í athugasemdadálkinn eða ef fólk getur ekki birt nafn sitt vegna starfs eða þess háttar, geta sent athugasemdir á gesturgudjonsson@gmail.com . Mun sýna Dofra Hermannssyni þær athugasemdir við tækifæri, til staðfestingar því að ég fari rétt með þegar ég segi; "Mér hefur borist skeyti".

Byrjum á tekjum ríkissjóðs, því án tekna er ekki hægt að hafa útgjöld án skuldasöfnunar og ég veit ekki til að nokkur flokkur hafi skuldasöfnun á sinni stefnuskrá.

Ég byggi á upplýsingum frá RSK um skattamál og þjóðarbúskap Fjármálaráðuneytisins, og gef mér að tekjur ríkissjóðs sem heild vaxi að óbreyttu í takt við hagvöxt.

Í skýrslu fjármálaráðuneytisins kemur fram að áframhaldandi iðnþróun án stopps muni hafa 1-1,5% aukningu í hagvexti í för með sér. Gef mér 1,25%.

Í þeim tilfellum þar sem flokkar hafa ekki gefið upp tölulegar stærðir, er stuðst við yfirlýsingar frá kosningafundum, bloggsíðum málsmetandi flokksmanna og svo ályktunum síðueiganda. Fyllri upplýsingar óskast auðvitað.

Tekjur-skattar-ofl-01


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þessi samantekt þín á greinilega að þjóna ákveðnum hagsmunum. Ég bendi þér á að Samfylkingin hefur ekki á stefnuskránni að hækka skattleysismörkin í 160þ - ALLS EKKI. Ég hef ekki heyrt Ellert segja þetta og ef hann hefur gert það þá er það hans persónulega skoðun.

Við höfum gagnrýnt þá sem eru að tala um 140-150 þ kr skattleysismörk. Hins vegar hefur Samfylkingin sagt að þær skattalækkanir sem farið verður í verða aðgerir til að hækka skattleysismörkin. Það er hins vegar erfitt að gefa tölur, það þarf að sjá hversu vel tekst að mynda jafnvægi í hagkerfinu og sópa til eftir hagstjórn núverandi ríkisstjórnar.

Það er auðvelt að taka orð hér og þar og setja inn sem stefnuskrá flokka....þetta eru fáranleg vinnubrögð.

Eggert Hjelm Herbertsson, 2.5.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eggert, Geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar. Að því að ég heyrði gerði Ellert samt ekki þennan fyrirvara sem þú bendir réttilega á að þyrfti að gera, ef hann er ekki að tala í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar. Set þessa tölu inn svona meira til kalla fram einhverjar tölur upp á borðið, því það er nauðsynlegt svo hægt sé að meta trúverðugleika kosningaloforða flokkanna. Hvað á ég að setja, miðað við að þjóðhagsspá sú sem Jón Sigurðsson ykkar gerði enga athugasemd við í sínu riti, og notaði í sínu riti, haldi? Það getur ekki verið ábyrgt að segja bara "hækkum þetta og hækkum hitt" án þess að segja hvað það kosti og hvaðan eigi að taka peningana.

Mun birta nýja útgáfu á hverjum degi, eftir því sem athugasemdir berast og myndin verður fyllri.

Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 14:50

3 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Glæsilegt Gestur.

 Þetta er framúrskarandi vinna hjá þér.  Hlakka til að sjá kommentin frá vinstri villingunum.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 2.5.2007 kl. 15:02

4 Smámynd: Samfylkingin Norðvesturkjördæmi

Er bara að benda þér á að þessi tala er RUGL og setur allar tölur varðandi flokkinn í rangt samhengi. Við höfum gagnrýnt þá sem hafa lofað tölum í þessum efnum, sérstaklega þá sem hafa sagt 140 eða 150 þ kr skattleysismörk. þannig að 160þ er algjör þvæla.

Samfylkingin Norðvesturkjördæmi, 2.5.2007 kl. 16:18

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tek tillit til þess. Af hverju vill Samfylkingin ekki birta neinar tölur, stendur ekki til að lækka skatta, eða næst ekki í Jón Sigurðsson til Helsinki? Þannig að ég á annað hvort að velja engar hækkanir eða hvað...100, 110, 120, 130 þús?

Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 16:35

6 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Þú getur ekki reiknað þetta Gestur. Það er ekki búið að lofa einu né neinu í þessum efnum. Ef svigrúm gefst til þá munu skattleysismörkin verða hækkuð. Svo einfalt er það. Þú getur ekki gefið þér hæstu töluna í þessum efnum og haldið að þú sért trúverðugur.

Eggert Hjelm Herbertsson, 2.5.2007 kl. 17:14

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Enn og aftur meldar Samfylkingarmaður pass. Er ég að skilja þig þannig að maður eigi ekki að reikna með neinum breytingum á skattleysismörkum hjá ykkur? Hvernig samræmist það þeim auglýsingum sem þið keyrið? Þar er slagorðið "hækkum skattleysismörkin" var á eftir einum strætó áðan þar sem þetta stóð.

Gestur Guðjónsson, 2.5.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband