Efnahagsspekingur dagsins - Gunnar Svavarsson
5.5.2007 | 23:45
Í kjördæmaþætti dagsins var Gunnar Svavarsson forystumaður Samfylkingarinnar í Kraganum spurður að því hvað það kostaði að byggja 400 ný hjúkrunarrými á 18 mánuðum. Svarið var kostulegt:
"...hann rúmast innan fjárlaga. Þeirra fjárlaga sem við munum fara fram með..."
Það var og... Afar nákvæmt og lýsandi svar og gefur góð fyrirheit um trausta efnahagsstjórn af hendi ráðherraefnis Samfylkingarinnar. Ætli þetta hafi verið þetta sem Samfylkingarmaðurinn Jón Sigurðsson fv ráðherra hafi átti við þegar hann gagnrýndi að ríkisútgjöldin hafi aukist undanfarið og leggja ætti áherslu á að sýna ábyrgð í fjármálum?
Held að Jón verði að drífa sig heim frá Finnlandi til að útskýra fyrir frambjóðendum Samfylkingarinnar hvað hann átti við.
Annars held ég að þetta hafi verið nokkuð ódýr dagur og þarf ekki að uppfæra yfirlitið. Er enn að jafna mig á því að Fjálslyndir séu ekki enn búnir að læra hvað skattamál ganga út á síðan Guðjón Arnar var tekinn svo rækilega í gegn í síðustu kosningum. Samkvæmt tillögum þeirra eru allir þeir sem hafa tekjur frá 150.000 til 250.000 á mánuði með breytilegan persónuafslátt og þurfa að borga til baka til ríkisins ef menn álpast inn á þetta tekjubil og hækka í launum, því þá þurfa menn að greiða skatt eftir á, eins og var áður en staðgreiðslukerfið var tekið upp, góðu heilli. Það verður ekki gaman að fylgjast með því þegar skatturinn þarf að fara í löginnheimtu hjá þessu fólki, því þessa skatta verður að innheimta eins og aðra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fannst nú reyndar svolítið spaugilegt þegar Siv fór að tala um að 3 mánuðir væru nú ekki löng bið á biðlistunum hennar. Sérstaklega í ljósi hraðameðferðarinar sem tengdadóttir Jónínu fékk ;)
Gaukur Úlfarsson, 5.5.2007 kl. 23:58
Það eru engir biðlistar á bráðaaðgerðum og það er spurning hversu langir biðlistar eigi að vera, því ef engir biðlistar eru, er þar merki um að það sé of mikið af starfsfólki og búnaði til staðar og ekki hægt að skipuleggja vinnuna fram í tímann. Þetta er vandrataður meðalvegur.
Gestur Guðjónsson, 6.5.2007 kl. 09:53
Siv er nú meiri brandarakonan! 3 mánuðir eru auðvitað ekki löng bið þegar um 170 börn og unglinga með geðræn vandamál þurfa að bíða í allt að 1 og hálft ár eftir fyrstu komu á BUGL.
Svo var Jón Sigurðsson formaður framsóknarflokksins kostulegur í kosningarsjónvarpi stöðvar 2 fyrr í vikuni. Þegar hann sagði sumir biðlistar hefðu styst en gat auðvitað ekki komið með nein dæmi og sagði " Það hafa ýmsir biðlistar styst ég hef ekki þau nöfnin á reiðum höndum......... en það hafa nýjir hópar verið að koma í þetta" Fannst mér agalegt að formaður framsóknarflokksins vissi ekki hvaða biðlistar hefðu styst. Enda hafa engir biðlistar sytst.
kveðja,
Páll Einarsson, 6.5.2007 kl. 09:53
Þú segir að það séu engir biðlistar á bráðaaðgerðum. En mörg mál sem bíða barna og unglingageðdeildar eru bráðamál. af þessum 170 eru um 20 til 30 mikið veik börn sem þurfa að bíða eftir innlögn.
276 börn með margvísleg þroskafrávik bíða eftir greiningu hjá Greiningastöð ríkisins. Biðtími er allt uppí 3 ár. (Svar félagsmálaráðherra til Ástu R.).
kveðja
Páll Einarsson, 6.5.2007 kl. 09:55
Veit ekki til þess að neinn hafi mótmælt því að staðan í BUGL sé í lagi, og í geðheilsumálum almennt og alltaf þarf að bæta úr. En grundvöllurinn til að hægt sé að gera meira í heilbrigðiskerfinu, sem verður sífellt dýrara því nýjustu aðgerðir virðast alltaf vera dýrari, er að afla frekari tekna til velferðarinnar. Það verður bara gert með öflugu atvinnulífi. Þannig að þeir sem vilja stöðva framþróun og hrekja fyrirtæki og einstaklinga úr landi eru í rauninni að vinna á móti velferðarkerfinu og get því ekki í sama orði gagnrýnt fyrir aðgerðarleysi. Þeir þurfa aftur á móti að koma með útskýringar hvar þeir ætla að skera niður til að eiga fyrir þessum hlutum sem þeir vilja að farið verði í. Veit að þetta eru ósexý rök, en þetta er grundvallaratriði.
Gestur Guðjónsson, 6.5.2007 kl. 10:18
Gunnar: Ef satt er að þetta sé uppsafnaður hagnaður næstu 40 ára: Nei.
Gestur Guðjónsson, 6.5.2007 kl. 10:23
Þetta er býsna nærri lagi með Landsvirkjun, miðað við 11% arðsemi af eigin fé. Álverð og gengi geta líka hreyft þessa upphæð upp eða niður um nokkra milljarða.
Ég er ekki sérfræðingur í fjármálum en ég hef heyrt að tilgangurinn með Framkvæmdasjóði aldraðra, sem við öll borgum í, hafi einmitt verið að standa undir framkvæmdum eins og 400 hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Þótt hann hafi ekki verið nýttur í það af þessari ríkisstjórn heldur til að standa undir rekstri og bæklingútgáfu.
Dofri Hermannsson, 6.5.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.