Samfylkingin eyðir mestu í auglýsingar hingað til sem og einnig áður
5.5.2007 | 21:17
Í fréttum í gær var mikið látið með niðurstöður mælinga Capacent Gallup á því að Framsókn hefði hingað til eytt mestu í auglýsingar í kosningabaráttunni. Rifjaðir voru upp gamalkunnugir en rangir frasar um að Framsókn kaupi sér atkvæði með auglýsingum og ég veit ekki hvað. Í síðustu Alþingiskosningum fóru menn mikinn, þrátt fyrir að Framsókn hefði þá verið í 3. sæti í auglýsingakostnaði, sem sýnir að Framsókn kann að fara með fé en ná um leið árangri.
Í dag kemur Gallup svo og leiðréttir sig, þeir ofreiknuðu sig um 4,3 milljónir og eins og svo oft áður er það Samfylkingin sem auglýsir mest og taktík Sjálfstæðismanna að láta lítið fyrir sér fara og forðast sem mest umræðu um hvað þeir ætla að gera á komandi kjörtímabili kemur berlega í ljós, en þeir eyða minnstu.
Þess ber einnig að geta að þessi mæling er Samfylkingunni afar hagstæð, þar sem hún hefst ekki fyrr en 27. mars en fyrsta auglýsing Framsóknarflokksins vegna komandi alþingiskosninga birtist ekki fyrr en 4. apríl sl. Hins vegar höfðu hinir stjórnmálaflokkarnir hafið birtingar auglýsinga löngu fyrr þótt enginn væri jafn snemma í því og Samfylkingin sem birti sína fyrstu heilsíðuauglýsingu 10. febrúar sl. eða rúmum þremur mánuðum fyrir kosningar. Vinstri grænir hófu svo sína baráttu ekki löngu síðar og hafa báðir flokkar auglýst grimmt í dagblöðum frá þeim tíma.
Kostnaður vegna auglýsinga sem birtust fyrir 27. mars er ekki inni í yfirliti Capacent Gallup enda náðist ekki samkomulag um það á milli stjórnmálaflokkanna að takmarkanir giltu frá og með áramótum, eða frá og með þeim tíma sem ný lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi.
Þetta eru alvarleg mistök sem Gallup gerir en mun vonandi ekki hafa neikvæð áhrif á niðurstöðu Framsóknar á laugardaginn kemur...
Í framhaldi af þessu og réttmætum umkvörtunum Íslandshreyfingarinnar að fá engan styrk frá ríkinu til kynningarmála nýs framboðs, rifjast upp fyrir mér Jacob nokkur Haugaard, danskur grínari gerði út á það að fá svona styrk, sem veittur er framboðum í Danmörku fyrir hvert atkvæði greitt þeim. Lofaði hann meðal annars meðvindi á reiðhjólastígum, fleiri sólardögum og betra kynlífi fyrir alla. Í stað þess að skila auðu, kusu margir Árósarbúar Jacob, sem launaði fyrir sig með því að eyða styrk ríkisins í heljarinnar bjórveislu í reiðhöll þeirra Árósarmanna. Litaði hann kosningabaráttuna mikið, enda stórkostlegur húmoristi. Þegar leiðir hans og Bakkusar skyldu hætti hann að gefa bjór, en fór þess í stað um götur Árósa, með fréttamennina náttúrulega á eftir sér og útdeildi fénu eins og honum þótti best. Gaf gömlum konum nýja skó, betri skólatöskur til barna sem hann hitti og svo framvegis. Svo mikla lýðhylli fékk hann að hann endaði sér til skelfingar á þingi. Var kostulegt að sjá hann upplifa þetta praktíska grín sitt snúast upp í alvöru, standandi í jakkafötum, saumuðum úr strigapokum undan kaffi. Viti menn, hann stóð sig eins og hetja og réði úrslitum í fjölmörgum málum og kom með marga góða vinkla á málin og gerði dönsk stjórnmál litríkari þau fáu ár sem hann sat á þingi....
Capacent: Auglýsingakostnaður Framsóknarflokksins ofreiknaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Athugasemdir
Vá það munar alveg skvakalegu. Samfylking með 11,7 milljónir og Framsókn með um 10,6 milljónir þetta er alveg 1,1 milljón eða svona 1 til 2 auglýsingar. Miðað við stöðu í skoðanakönnunum er framsókn að eyða miklu í fá prósent.
Magnús Helgi Björgvinsson, 5.5.2007 kl. 21:25
Einkennilegt að sjá Magnús Helga nánast réttlæta þessa skekkju - hjá Capacent Gallup af öllum, sem alltaf birtir sínar niðurstöður upp á brot úr prósenti!
Hlynur Þór Magnússon, 5.5.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.