Til að geta gert betur í velferðarmálum þarf traustan grunn, stöðugar framfarir og samfellu í þróun.
Þessu virðast kjósendur vera að átta sig á. Til að geta lofað útgjöldum verður að gera grein fyrir því hvernig teknanna er aflað.
Það hefur Samfylkingin ekki gert skattatillögur þeirra valda tekjuminnkun ríksins, sömuleiðis Frjálslyndir sem bulla út og suður um skattamál, VG vilja hækka skattleysismörkin án þess að minnka tekjur ríkisins, sem krefst hækkunar skattprósentunar upp í 50%. Það getur hrakið stóran hluta hálaunafólks úr landi og dregur úr hvata til menntunar. Sjálfstæðisflokkurinn segir ekki neitt en íhaldsgrýlan skín í gegn með aukinni misskiptingu. Íslandshreyfingin virðist ekki vera í okkar tíma eða rúmi, líklegast á frúnni úti að fljúga
Þegar skattatillögur flokkanna eru teknar saman gefur það eftirfarandi tekjuniðurstöðu sem sem nýtist til ráðstöfunar m.a. í aukna velferð, menntun og auknar fjárfestingar í innviðum samfélagsins. SAmkvæmt því verða Frjálslyndir, Samfylkingin og Íslandshreyfingin að gera kjósendum grein fyrir því hvar þeir ætla að skera niður í velferðinni.
- B 87,3 milljarðar króna, hófsöm lækkun skatta, meiri áhersla á velferð
- D 59,1 milljarður króna, stöðug lækkun hlutfalls, aukin misskipting
- F -20,2 milljarðar króna, vanhugsaðar tillögur í skattamálum eru dýrar
- S -13,3 milljarðar króna,
- V 70,5 milljarðar króna með hækkun tekjuskatts í 50%
- Í -93,8 milljarðar króna, öfgahægristefna í skattamálum án tengingar við raunveruleikann
Þetta á vonandi eftir að koma í ljós á laugardaginn, því sem betur fer fær stór hluti kjósenda gott skynsemiskast í kjörklefanum.
Fylgi Framsóknarflokksins tekur stökk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú segir nokkuð.
Kynntu þér nú RAUNVERULEIKANN í íslensku þjóðfélagi.
Þér er hér með boðið á http://sognbuinn.blog.is
Kveðja:
Guðmundur Þórarinsson.
0, 9.5.2007 kl. 17:17
Sæll Gestur.
Nú veit ég að þú ert býsna sleipur í reikningi og vil því alls ekki véfengja þær tölur sem þú nefnir, en þú værir kannski til að útskýra eina þeirra betur fyrir mér? Sem sagt það að til að vega upp á móti hækkun skattleysismarka þurfi skattprósentan að hækka í 50%.
Ef ég hef tekið rétt eftir, þá er verið að leggja til að skattleysismörkin verði þau sömu að raungildi og þau voru í upphafi 9. áratugarins og ekki var skattprósentan þá 50%, frekar um 42-43% ef ég man rétt.
Þýðir þetta sem sagt að skattpíningin sé á heildina litið miklu meiri núna en þá? Eitthvað er það nú öfugsnúið miðað við þá hægristefnu sem verið hefur á ríkiskassanum svo lengi sem elstu stjórnmálamenn muna (en minni þeirra á það til að núllstillast við hverjar kosningar).
Fagnaðarerindi sjálfstæðismanna í skatamálum byggir á því að eftir því sem skattprósentan er lægri, því meiri verða tekjur ríkissjóðs. S.s. þegar skattprósentan stefnir á 0, stefna tekjur ríkissjóðs á óendanlegt.
Stærðfræðilega er þetta bráðskemmtileg kenning, mætti t.d. lýsa þessu með fallinu 1/x.
Ég ætti kannski að biðja um lægri laun í næsta launaviðtali og athuga hvort ég fæ þá ekki meira útborgað
En svona grínlaust, þá vona ég heitt og innilega að Hannes Hólmsteinn sé eini Íslendingurinn sem er á móti því að skattleysismörkin hækki. Hann er víst vinur smælingjanna og vill alls ekki þurfa að horfa upp á þá þjást fyrir að fá ekki að borga skatt.
Stefán Jónsson, 9.5.2007 kl. 19:35
Sæll Stefán. Er sammála þér með það síðasta, vildi helst að maður borgaði ekki skatt af lágmarksframfærslu. Tel að það beri að stefna að því eftir því sem hagvöxturinn og kröfur um samneyslu og fjárfestingum í innviðum leyfa. Núna er skatturinn 37,15% með útsvari, en besta leiðin til að ná því markmiði er sambland af hækkun persónuafsláttar og skattprósentu. Það samband sem þú nefnir um að "heildarskattpíning" hafi aukist er rétt. Hlutdeild ríkisins af vergri landsframleiðslu, þeas það hlutfall sem tekið er til samneyslu af heildarframleiðslu hefur aukist úr 31% árið 1998 í 34,61%. Getur séð það betur hér á hagstofuvefnum.
Þetta er í raun það sem Framsókn hefur gert gott í samstarfinu við íhaldið, sem er samkvæmt þessu ekki hægristefna, heldur velferðarstefna, þótt Framsókn sé allt of hógvær að kynna það. Það sem tekið er til velferðarinnar er að aukast, þrátt fyrir að kaupmáttur hafi stóraukist.
Gestur Guðjónsson, 9.5.2007 kl. 23:22
Þetta hefur mér einmitt alltaf gramist.
Kjarkleysi stjórnmálamanna við að koma fram og segja, sannleikanum samkvæmt, að stundum er hreinlega rétti tíminn til að HÆKKA skatta.
Það veit hvert mannsbarn í landinu að hagkerfið er búið að vera á háskalega miklu flugi í ein 8 ár og allir hafa áhyggjur af hvort lendingin verði mjúk eða hörð.
Samt hefur skattprósen stöðugt verið lækkuð á þessu tímabili, sem er ekkert annað en hagstjórnarlegt hryðjuverk. Niðurstaðan, ójöfnuður eykst gríðarlega og vextir og verðbólga sömuleiðis.
Magnað að sjálfstæðismenn virðast ekki enn hafa áttað sig á þessu, það eru nú líklega ein 6.000 ár síðan Jósef réði drauma Faraós.
Stefán Jónsson, 10.5.2007 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.