Hátt atvinnustig - áfram - ekkert stopp
11.5.2007 | 17:18
Hátt atvinnustig er engin tilviljun. Það er afleiðing af stöðugum framförum í samfélaginu, uppbyggingu og ábyrgð í atvinnumálum. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er atvinnuleysi 10-15% og dulið atvinnuleysi enn hærra, því fólk er sett yfir á örorkubætur eftir nokkurn tíma.
Frjálshyggjupésunum í Sjálfstæðisflokknum er illa við hátt atvinnustig, því það heldur uppi launum og er atvinnustigið helsta efnahagsstjórntækið í löndunum í kringum okkur, en ekki stýrivextir. Vinstrimenn virðast ekki átta sig á þessu en halda áfram sínum beljanda um stöðvun atvinnulífsins, þvert gegn hagsmunum launþega.
Það vill Framsókn ekki. Frekar tímabundið hærri vexti en atvinnuleysi, því atvinnuleysi brýtur samfélagið og einstaklinginn niður innan frá og er eitt mesta böl hvers samfélags. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur opinberað sína sýn á þetta með sinni síðustu efnahagsspá, þar sem hann spáir 3,5% ef aðgerðaráætlun Seðlabankans er hrundið í framkvæmd.
Ætli það sé vegna þessarar áherslu á hátt atvinnustig sem Baugsveldið vill fá Framsókn út úr ríkisstjórn og leiða Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn til valda?
Enn dregur úr atvinnuleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða bull er þetta. Í Danmörku er t.d. 2-3% atvinnuleysi, og það er það land sem við viljum bera okkur oftast við!
Hagfræðin segir okkur að það skiptir meira máli að halda verðbólgunni niðiri, frekar en að halda uppi háu atvinnustígi. Ef Framsóknarflokkurinn þykist vita betur þá er það bara gott hjá honum, en vont fyrir þjóðina.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 11.5.2007 kl. 18:57
Miðað við lönd Evrópusambandsins er atvinnuþáttaka langmest á Íslandi. Hlutfall fólks á aldrinum 15 til 64 ára með atvinnu á Íslandi er83,8%. Til samanburðar er hlutfallið 75,9% í Danmörku en þeir eru hæstir innan Evrópusambandsins. Það er hin raunverulega tala. Danir fela langtímaatvinnuleysið í förtidspension og örorku.
Gestur Guðjónsson, 11.5.2007 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.