Framsókn góður kostur í öllum tilfellum
11.5.2007 | 18:57
Allir flokkar lýsa því yfir að þeir gangi óbundnir til kosninga. Það getur þýtt svo margt, en atkvæði greitt Framsókn styrkir flokkinn í þeim góðu áhrifum sem hann hefur í þeim stjórnarmynstrum sem hann gæti tekið þátt í, samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eða samstarfi við VG og Samfylkinguna. Nefni ekki aðra flokka, þar sem ég tel þá óstjórntæka.
Framsókn hefur verið í stjórn til hægri undanfarin 12 ár. Hefur flokkurinn haldið aftur af þeirri frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins sem er grunnstef hans. Hefur það valdið því að á síðasta kjörtímabili fóru 138,8 milljörðum meira í velferðar-, heilbrigðis- og menntamál, sem auk öflugs atvinnulífs eru helstu áherslumál Framsóknar. Það er því ekki hægt að segja annað en að síðasta stjórn hafi verið velferðarstjórn, þökk sé áhrifum Framsóknar og ef Framsókn færi í samstarf til hægri þarf hún að vera sterk til að geta staðið áfram vaktina af krafti.
Í samstarfi til vinstri gegnir Framsókn hlutverki hins jarðbundna, skynsama áttavita í efnahags- og atvinnumálum. Það þarf ekki annað en að skoða loforðalista Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna til að átta sig á því að full þörf er á flokki sem skilur ábyrgð öflugs atvinnulífs, aðhalds, styrkrar efnahagsstefnu sem byggist á yfirsýn og þekkingu. Fer Jón Sigurðsson, formaður flokksins og fyrrverandi Seðlabankastjóri þar fremstur í flokki, en frambjóðendur Samfylkingarinnar þurfa að leita út fyrir eigin raðir til að fá efnahagsráð og Vinstri Græn eru heillum horfin í efnahagsmálum með sinn óhefta sósíalisma.
Það er því sama á hvorn veginn stjórnarmyndunin fer, atkvæði greitt Framsókn er atkvæði greitt til góðs fyrir samfélagið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gestur Guðjónsson - forfallinn framsóknarmaður
Þú þreytist ekki kallinn minn , hafðu það sem allra best og eigðu gleðilegan kosningadag.
Heimir Eyvindarson, 11.5.2007 kl. 20:21
Sömuleiðis.
Gestur Guðjónsson, 11.5.2007 kl. 20:22
Ég snýst nú ekkert á punktinum við þennan lestur og ákveð að kjósa framsókn.. kannski myndi ég gera það svona "shotgun wedding" stæl...en efast um það
En takk fyrir skemmtilegar rökræður og skemmtu þér vel á morgun
Heiða B. Heiðars, 11.5.2007 kl. 22:16
Sömuleiðis takk. Hver veit nema að þú fáir skynsemiskast á morgun...
Gestur Guðjónsson, 11.5.2007 kl. 22:18
ha? Hvort vil ég Árna þjóf eða Helga Hjörvar kennutöluflakkara
Gestur Guðjónsson, 11.5.2007 kl. 22:21
Sveinn: Ef þú skoðar stefnumál framsóknar undanfarin ár og hvað af því hefur komist til framkvæmda átt þú eftir að verða hissa. Það er löng og góð lesning
Gestur Guðjónsson, 11.5.2007 kl. 23:08
Kannast þú við nafinið Finnur Ingólfsson? Í dag skulum við kveða framsóknarflokkinn niður í eitt skipti fyrir öll. Spilltasta stjórnmálaflokk norðan Alpafjalla.
Sigurður Sveinsson, 12.5.2007 kl. 06:45
Sveinn: Mikið óskaplega ert þú ósmekklegur, þú dæmir sjálfan þig með svona skrifum. Ætla svo sannarlega að láta þessi skrif standa þér til minnkunar.
Sigurður: Já ég kannast við nafnið Finnur Ingólfsson, það er nafn manns sem nútímavæddi íslenskt viðskiptalíf, losaði um höft og við erum að uppskera svo ríkulega af í dag.
Gestur Guðjónsson, 12.5.2007 kl. 08:52
Flott orð, nútímavæðing. En því miður fyrir ykkur framsóknarmenn eru nú ansi margir sem átta sig á merkingu þess úr ykkar munni. Heldurðu að það séu ekki skýringar á því hvernig komið er fyrir flokknum þínum? Það eru einfaldlega margir sem eru ekki hrifnir af kjötkatlastefnunni og flokkurinn uppsker í samræmi við það.
Sigurður Sveinsson, 12.5.2007 kl. 09:28
Kjósendur dæma um hvaða flokk þeir treysta best til að halda áfram stórsókn íátt til betra samfélags
Gestur Guðjónsson, 12.5.2007 kl. 10:12
Heldur þú virkilega,að þjóðin sé búin að gleyma hverjir voru frumkvöðlar að taka ófrjálsri hendi sameign þjóðarinnar fiskinn.Afleiðingarnar þekkja allir,sjávarbyggðir umhveris landið ,standa nú uppi með verðlausar eignir.Heldur þú líka Gestur að þjóðin sé búin að gleyma aðkomu okkar að Írak stríðunu.Form.ykkar hefur ekki farið fram á það við Sjálfstæðisfl.að ríkisstjórnin lýsi yfir, að þjóðin sé ekki lengur aðilar að þessu stríði og biðji ísl.þjóðina afsökunar á ólögmætri ákvörðunartöku.Ég get haldið áfram af hverju kjósendur ættu ekki að kjósa framsókn og flestir eru vel meðvitaðir um stöðu heilbrigðismála o.fl.Framsókn þarf frí til að endurnýja stefnu sína og verða sjálfstæður flokkur en ekki hjáleiga íhaldsins.
Kristján Pétursson, 12.5.2007 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.