11 atkvæði
13.5.2007 | 10:51
Jón Sigurðsson formann Framsóknarflokksins vantaði 11 atkvæði til að komast á þing. Í staðinn komst Ellert B Schram þangað, þannig að hefnd Samfylkingarinnar hlýtur að vera sæt eftir að Árni Magnússon felldi ISG út í síðustu kosningum á svipuðum fjölda. Þjóðin kýs það yfir sig sem hún á skilið, hafnaði réttum manni sem var á réttum stað, en á röngum tíma. Ég býst við að núna sé tapið sem var falið í síðustu kosningum að koma í ljós. Þeir kjósendur sem annars hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn en gátu ekki hugsað sér að styðja Davíð, fóru úr fjósi Framsóknar og skiluðu sér í fjárhúsið hjá íhaldinu og lausa fylgið gat ekki staðist óraunhæf gilliboð Samfylkingarinnar. Eðlilega.
Málefnastaðan var frábær, stefnan traust og raunsæ, en stóðst að sjálfsögðu ekki samanburð við yfirboð Samfylkingarinnar sem fá engan vegin staðist. Fjölmiðlar sinntu í engu að yfirfara hvað hlutirnir kosta, hvar á að taka tekjur og hvernig á að framkvæma hlutina. Það er ábyrgðarhluti að sleppa mönnum við að standa skil á slíku uppgjöri og ber vott um grunna fréttamennsku og á eftir að kosta samfélagið dýrt.
En fyrir höndum liggur stjórnarandstaða fyrir Framsókn og uppbygging, skemmtileg uppbygging.
Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki að því, en varnarsigur Framsóknar 2003 byggði að mínu mati mikið á óánægju Sjálfstæðismanna með DO
Gestur Guðjónsson, 13.5.2007 kl. 14:11
Nú erum við ekki alveg sammála Gestur minn. Vill
áframhaldndi ríkisstjórnarþátttöku og rökstyð það
á bloggi mínu í dag. Tel það besta kostinn fyrir
Framsókn, með tilliti til okkar ágæta formanns og
möguleika hans að byggja flokkinn upp á ný.
Tilvísa í blogg mitt um þetta mál.......
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 15:33
Hæ Gestur, ég held að það séu tvær vitleysur í textanum hjá þér. Ég held ekki að Jón Sigurðsson hafi verið næsti maður inn sem uppbótarmaður hjá Framsókn. Það var Samúel Örn sem hefði komið næstur inn og munaði þar 11 atkvæðum að Ragnheiður bæjarstjóri í Mosfellsbæ kom inn. Svo held ég að það hafi ekki verið þannig fyrir fjórum árum að Árni Magnússon hafi fellt út Ingibjörgu Sólrúnu á nokkrum atkvæðum, það var hins vegar þannig að Margrét Sverrisdóttir hefði verið næst inn, það sagði Margrét mér sjálf. Leiðréttu endilega ef ég fer rangt með en ég held ég muni þetta rétt.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.5.2007 kl. 16:44
En það verður eins og þú segir bara spennandi hjá Framsókn að vera í stjórnarandstöðu og fá tíma til að pústa og brýna klærnar.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.5.2007 kl. 16:46
Ríkisstjórnarþáttakan hefur alls ekki skaðað flokkinn gegnum árin heldur
ýmiss innanflokksvandamál sem allir þekkja. Jón Sigurðsson hefur hins vegar
náð sátt í flokknum en skorti meiri tíma að bæta við fylgið. Sé engan fyrir mér
sem gæti tekið við af Jóni í dag og haldið flokknum saman. Því tel ég mjög
mikilvægt að Jón fái umboið áfram og byggi flokkinn upp. Það gerir Jón
alls ekki utan þings. Þess vegna verður Jón að vera áfram ráðherra og hafa
aðgengi að Alþingi eins og hann hefur haft fram til þessa, og takandi þátt
í þeirri farsælu ríkisstjórn sem nú situr. - Þetta er eina vitið í stöðinni í dag,
bæði fyrir þjóð og flokk.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 17:22
Salvör: Skrifaði þetta eftir að hafa séð textavarp RÚV, en það er kannski ekki rétt að þetta væri nákvæmlega svona, ef þessi 11 atkvæði hefðu öll lent í RN held ég að þetta sé svona, en ég er ekki með líkan hjá mér til að sannreyna það. Skiptir heldur ekki öllu máli
Það er rétt Guðmundur að þetta er alls ekki Jóni að kenna, hann kemur allt of seint inn í þetta til að geta byggt flokkinn upp fyrir þessar kosningar. Nú er mun meiri friður í flokknum en hefur nokkurntíma verið síðan ég fór að starfa með honum, svo lít björtum augum á það starf sem halda þarf áfram og með Jóni.
Gestur Guðjónsson, 13.5.2007 kl. 17:47
Guðmundur, þú segir að Jón Sigurðsson hafi náð sátt í flokknum. Ég hef ekki orðið vör við það og það er mjög margt athugavert við vinnubrögð í Framsóknarfélaginu Norður, það hefur verið óheiðarleg og ólýðræðisleg afgreiðsla hjá þeim sem hafa stýrt félaginu þar og það veitir ekki af að taka til hendinni. Jón Sigurðsson getur eflaust breytt vinnubrögðum en hann hefur ekki haft þann tíma sem þarf, hann fór inn í kosningabaráttu fljótlega eftir að hann var kosinn formaður.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.5.2007 kl. 17:58
Það má deila um hvað einstaka þingmenn hefðu „átt“ að vera inni í einhverjum kjördæmum og vissulega voru þingmenn voru að fljúga út og inn vegna atkvæða í öðrum kjördæmum en heildarmyndin skýr:
það eru bara 63 þingsæti lokastaða F (4) 3.308 - B (7) 3.050 - V (9) 2.904 - S (18) 2.708 - D (25) 2.670
ef F fengi einn í viðbót (5) þá væri 2.647 atkvæði bak við hvern þann þingmann
en þá þyrfti að taka 1 af D (24) og þá væru þeir með 2.781 bak við hvern þingmann.
5% reglan gerir að þau 5.934 atkvæði sem greidd voru I listanum falla dauð.
Grímur Kjartansson, 13.5.2007 kl. 19:22
Salvör. Númer eitt að Jón fái styrk og stuðning til að byggja upp flokkinn.
Það gerir hann EKKI utan þings og ALLRA SÍST í einhverri vinstristjórn sem yrði
algjör tímaskekkja. Jón á því að fá FULLT umboð til að halda núverandi farsælu
stjórnarsamstarfi áfram, svo einfalt er það nú. Að fara í stjórnarandstöðu með
formanninn ekki á þingi er út í hött. Flokkurinn myndi koðna niður á stuttum
tíma og dagar hans yrðu senn taldir.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2007 kl. 21:10
Það er ömurlegt að sjá þá óverðskulduðu útreið sem Framsókn fær í Reykjavík. Það er ömurlegt að hann fái þar engan þingmann. Taldi að Jón myndi fara inn og það eru mikil tíðindi að svo hafi ekki farið. Jón kom alltof seint til verka. Honum tókst þó að gera það sama og Michael Howard tókst fyrir breska Íhaldsflokkinn; að byggja hann upp inn á við en mistókst að efla hann út á við. Ég er þess fullviss að Framsókn mun líta bjarta daga í Reykjavík í næstu kosningum.
Vil annars þakka þér Gestur fyrir komment á vef minn og bloggvináttuna. Ég vona að Framsókn gangi vel að byggja sig upp í rvk eftir þennan ósigur. Þetta er sorglegt hvernig þetta fer en þið hafið öflugan kjarna og vinnið ykkur frá þessu.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 14.5.2007 kl. 00:49
Sömuleiðis þakka þér fyrir Stefán. Það er verk að vinna og það verður skemmtilegt.
Gestur Guðjónsson, 14.5.2007 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.