Steingrímur - Líttu þér nær

Það er ótrúlegt að Steingrímur J Sigfússon skuli telja sig vera í stöðu til að biðja Jón um afsökunarbeiðni vegna auglýsinga ungra Framsóknarmanna í Alþingiskosningunum.

Þetta er formaður þess flokks, sem gefið hefur út "Aldrei kaus ég framsókn" og "Zero Framsókn" barmmerki og sami Steingrímur, formaður VG, sem gefið hafa út níðvísnabók um Framsókn, ritstýrða af Kristjáni Hreinssyni félagsmanni VG. Ætla ekki að vera að lista upp öll þau óviðeigandi ummæli sem þessi formaður stjórnmálaflokks, sem nú vill láta líta landsföðurlega á sig, á Alþingi og verið með því meðvirkur í því að traust almennings til löggjafarsamkomunnar er komið niður á skammarlega lágt stig.

Steingrímur er með þessari kröfu sinni að ganga út frá því að Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar, hafi alræðisvald og sé með alsjáandi auga sitt í hvers flokksmanns koppi og gíni þannig yfir öllu starfi Framsóknar og öllu því sem gert er. Það má vera að slík Stasí vinnubrögð séu viðhöfð í VG, en það er ekki þannig hjá Framsókn. Sem betur fer.

Finnst reyndar sjálfum að þessi auglýsing sé óboðleg, svo því sé til haga haldið.


mbl.is Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Ólafsson

Zero Framsókn höfðar til heils stjórnmálaflokks, en ekki einstaklings.  Þú fattar muninn - er það ekki?

Og ef þér finnst óeðlilegt að farið sé fram á afsökunarbeiðni, þá ertu um leið að samþykkja svona auglýsingar með persónulegum árásum á einstaklinga (en ekki stefnu, flokka eða störf) sé framtíðin í íslenskum stjórnmálum.  Þá er gott að halda því til haga að Framsókn reið á vaðið.

Oddur Ólafsson, 14.5.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Spaugaðu ekki um spámanninn,

 

spé um hann ég aldrei kveð.

 

Stattu vörð um stórkarlinn

 

Steingrím Joð og Múhammeð.

Vilhelmina af Ugglas, 14.5.2007 kl. 09:01

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

"Þá er gott að halda því til haga að Framsókn reið á vaðið."

Er "Drekkjum Valgerði" ekki að ríða á vaðið?

En tek undir með þér að mér finnst þetta ekki sú leið sem við eigum að fara í stjórnmálabaráttunni. En býst við að þetta sé pirringssvar við endalausum níðárásum VG á Framsókn

Gestur Guðjónsson, 14.5.2007 kl. 09:14

4 Smámynd: Oddur Ólafsson

Morðhótanir eru gjörsamelga óverjandi.  Lið sem stendur í slíku dæmir sig frá allri vitrænni umræðu, og sést vonandi aldrei meir í neinu pólitísku samhengi.

 En mér fannst fyndið að Jón formaður skyldi ekkert kannast við umrædda auglýsingu.

Er hann að ljúga, eða er hann virkilega svo háfleygur að hann veit ekkert hvað er að gerast í hans nánasta umhverfi?  Á hvaða pánetu var hann staddur í þessari kosningabaráttu?  Er þá ekkert fólk í kring um hann sem getur sagt honum hvað er að gerast?  Þetta útskýrir kannski margt.  Annars virðist Jón vera vænsti karl og góður, og miður fyrir hann að þurfa að taka svona við Framsóknarflokknum.

Oddur Ólafsson, 14.5.2007 kl. 16:59

5 identicon

Eftir að ISG varð formaður Samfylkingarinnar, þá lét maður sig dreyma um góða velferðarstjórn (a la R-listinn). Síðasta sumar þá hvarf sá draumur og tón kosninganna var sleigin.

Því eftir að Vinstri-Grænir komu með "Drekkjum Valgerði - ......) þá var þeim draumi .....sökt í eitthvert fúafen. Hvenær ætla VG að fatta þetta!! Enginn framsókn = engin velferðarstjórn. Allavega ekki miðað við núverandi kosninga fyrirkomulag.

Ég skil ekki hvað VG og ungliðum þeirra gengur til, því þetta var ekki klókt af fólki sem vill koma fram sínum baráttumálum. Nema að það sé ekki markmiðið, að það sé betra að vera áhorfandi og rífa kjaft á hliðarlínunni en að taka einhverja ábyrgð.

Jæja, en sem komið er verður það hlutverk íhaldsins að deila og drottna, því miður og verr. Spurningin af hverjum ætli þeir reyti fjaðrirnar af núna?

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband