Íhaldið og afturhaldið í Moggastjórn
14.5.2007 | 16:30
Ætli næsta stjórn verði samstarf VG og Sjálfstæðisflokksins? Í stað Baugsstjórnarinnar, sem manni hefði þótt eðlilegri kostur, amk séð út frá hugmyndafræði og stefnumálum, væri Moggastjórnin líklegast eingöngu samstarf um völd, þar sem nánast engar málefnalegur samhljómur er á milli þessara flokka, nema um frekari einangrun landsins frá Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn gæti að vísu baðað sig í grænum ljóma VG, þannig að það hentar þeim vel, en sérstaklega í skattamálum eru áherslumunurinn slíkur að það þyrfti að drekka mikinn mjöð með til að koma þeim graut niður í kok þingflokkanna
Ráðherralisti VG væri líka skrautlegur. Steingrímur og Ögmundur hafa bakgrunn og reynslu í starfið, en eru miklir skapmenn og eiga á hættu að hlaupa á sig, Árni Þór og Katrín með einhverja reynslu úr uppeldisbúðum Alfreðs í borginni og Atli Gíslason reynslu sem lögmaður. Erfitt er að ganga framhjá Jóni Bjarnasyni, meðan að Kolbrún Halldórsdóttir og Álfheiður Ingadóttir gætu örugglega vel hugsað sér formennskur í nefndum. Álagið á þingflokkinn yrði mikið, sérstaklega þegar haft er í huga að stór hluti stefnumála þeirra mun ekki komast í stjórnarsáttmála.
En þetta er allt saman afar áhugavert, svo ekki sé meira sagt.
Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.