Félagsfræðitilraun fjölmiðlamanna

Var að horfa á Silfur Egils í gærkvöldi. Þegar Hannes Hólmsteinn, af öllum, ásakaði Gunnar Smára um að hafa gefið út blað til höfuðs Framsókn og skammaði Egil Helgason fyrir að hafa gjammað fram í í hvert skipti sem Jón Sigurðsson vildi tala í leiðtogaumræðunum var því ekki mótmælt. Þeir horfðu bara skömmustulegir, annað hvort í gaupnir sér eða út í tómið.

Skýrari játningar er ekki að vænta frá þeim herramönnum. Það hefur hvarflað að mér að sú óvild sem Framsókn verður fyrir í fjölmiðlum, kannski eftir hið stórundarlega Auðuns Georgs mál og svo uppsafnaðrar gremju í tíð ríkisstjórnarinnar, hafi myndast sú stemming meðal fjölmiðlamanna, meðvitað eða ómeðvitað, að nú skyldi 4. valdið grípa inn í og ganga af Framsókn dauðri. Sjá hvert vald fjölmiðla er.

Það er alveg ljóst að umfjöllun fjölmiðla hafði mikil áhrif á kjósendur, Framsókn var máluð eins ljótum litum og hægt var og náði hámarki í Jónínumálinu. Eins tel ég að ótrúleg framkoma palladómaranna í eftir leiðtogaumræðurnar, sérstaklega Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, hafi líka haft áhrif. Það hefur engum dulist andúð hennar á flokknum, sem hún sér sem ógnun við Ingibjörgu Sólrúnu, sem hún hefur ljóst og leynt hampað umfram aðra stjórnmálamenn í störfum sínum sem blaðamaður.

Það er ekki eingöngu við fjölmiðlana að sakast, Framsóknarmenn eru oft á tíðum allt of varkárir og hógværir, trúir sinni lífssýn, sem er ekki fjölmiðlavænt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég held að það ætti ekki að kalla málið um afgreiðslu alsherjarnefndar Jónínumálið. Þetta er afgreiðsla sem er henni alls óviðkomandi. Þetta er BjarniBen-Guðjón Ólafur-Guðrún Ögmunds málið. Það er mjög mikilvægt að nota ekki orðfæri andstæðinganna, þá hafa þeir unnið. Þetta er ekki mál Jónínu. Nema að því leyti að sem hún var ofsótt af fjölmiðlum vegna þessa máls.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.5.2007 kl. 08:18

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já það er illa farið með framsókn.

Tómas Þóroddsson, 15.5.2007 kl. 14:15

3 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

1. Hvernig væri að skoða eiginn rann áður en þið skellið skuldinni á aðra?
2. Gæti verið að þjóðin hafi hafnað ykkur vegna verka ykkar?
3. Ingibjörg Sólrún hefur nú heldur betur fengið að kenna á orrahríð fjölmiðla og mótherja og í raun bráðfyndið að halda því fram að fjölmiðlar hafi hampað henni sérstaklega undanfarið.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 15.5.2007 kl. 14:21

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Salvör: Rétt

Tommi, það var einnig vegið að ISG, það er rétt

Sigfús: ég hef alls ekki haldið því fram að þetta eitt og sér hafi valdið þessari niðurstöðu, en þetta hefur gert róðurinn afar þungan, að þurfa að vinna gegn þeirri mynd sem búið er að draga upp af flokknum og flokkurinn hefur ekki verið nógu duglegur að afsanna.

Bjarni, síðasta stjórn var velferðarstjórn. Þú verður að  ímynda þér hvað hrein meirhlutastjórn Sjálfstæðisflokks hefði gert áður en þú heldur þessu fram.

Gestur Guðjónsson, 15.5.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband