Einkavæðing Landsvirkjunar komin í ferli
23.5.2007 | 14:43
Í stjórnarsáttmálanum segir:
"Tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyrirtækja."
Þetta þýðir með öðrum orðum að einkavæðing Landsvirkjunar er komin á dagskrá. Báðir formennirnir hengja sig í útskýringuna. "verður ekki einkavætt á kjörtímabilinu" Þetta orðalag "á kjörtímabilinu" þýðir ekkert annað en að kjörtímabilið verður notað til að koma Landsvirkjun í sölubúning og koma af stað umræðu um nauðsyn þess að selja hana. Hlutafé ríkisins er í höndum Sjálfstæðisflokksins og þar með stefnumótun fyrir fyrirtækið, forstjórinn er Sjálfstæðismaður og að ári einnig stjórnarformaðurinn.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr, og þetta orðalag sýnir að Samfylkingin hefur gefið Landsvirkjun eftir, orku iðra og fallvatna landsins, í skiptum fyrir ráðherrastólana.
Fagra Ísland hvað?
Íslendingar taki forustu í baráttu gegn haf- og loftmengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.