Þjórsárver friðuð - fyrsta verk ráðherra að ganga gegn vilja eigin sveitunga

Þótt ég fagni því sjálfur að friða eigi Þjórsárver, hlýtur það að vera undarleg tilfinning fyrir Björgvin G Sigurðsson frá Skarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, nýbakaðan viðskiptaráðherra að vera ráðherra í ríkisstjórn sem hefur það á sinni stefnuskrá að ætla að ganga fram gegn stefnu eigin sveitarstjórnar sem hefur óumdeildan skipulagsrétt innan eigin sveitarfélagsmarka. Hann ætlar sem sagt að virða sjálfstæði eigin sveitar að vettugi.

Það er einnig kúnstugt að handhafi þjóðlendunnar, Geir H Haarde, var fyrir mánuði á móti því að þetta yrði gert og beitti áhrifum sínum gegn því að Jónína Bjartmarz gæti friðlýst svæðið, bæði með vísun í þessarar andstöðu heimamanna og ekki síður eigin andstöðu. Nú hefur Geir sem sagt skipt um skoðun og lendir í leiðinni í því að vera með stefnu gengur þvert gegn stefnu flokksbróður síns, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Ríkisstjórnin ætlar greinilega sínu fram, sama hvað tautar og raular, óháð stjórnsýslulögum og skipulagslögum.


mbl.is Orðið ljóst að Norðlingaölduveita verður ekki byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

En er það alveg á hreinu?  Kom ekki einmitt fram í máli bæði Geirs og Ingibjargar í dag að ekki yrði sett á neitt handbremsustopp eða dregin tilbaka rannsóknar- eða virkjunarleyfi? 

Eygló Þóra Harðardóttir, 23.5.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Maður getur alveg spurt sig. Það væri ekki fyrsta beygjan í stefnumálum Samfylkingarinnar. Kannski væri Beygjan réttnefni á stjórninni?

Gestur Guðjónsson, 23.5.2007 kl. 23:48

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Væri ekki U-beygjan nær sanni?

Guðmundur Ragnar Björnsson, 24.5.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband