Hvaða einkunn gefur Framtíðarlandið Samfylkingunni núna?

Mér til sárra vonbrigða flokkaði Framtíðarlandið Framsókn sem gráan flokk fyrir kosningar. Framtíðarlandið hefur engan rökstuðning gefið fyrir þeirri flokkun sinni, en samtökin eyddu hundruðum eða milljónum króna í níðáróður um Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslynda fyrir kosningarnar. Kostnaður sem ekki verður talinn með í kostnaði VG, Samfylkingarinnar og Íslandshreyfingarinnar þegar uppgjör auglýsingakostnaðar framboðanna verður gert opinbert.

Ég skora því á Framtíðarlandið að samtökin geri grein fyrir þeirri flokkun sinni og einnig skoðun sinni á Samfylkingunni eftir að stjórnarsáttmálinn liggur fyrir, án nokkurs stóriðjustopps, frekar harðari framgangs virkjanamála en Framsókn lagði til með Íslandskorti sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband