Afslætti Norðlingaölduveitu fagnað of snemma?

Ingibjörg Sólrún hefur riðið á skýi Bleikjunnar í gær og fyrripart dagsins, takandi við fögnuði og þökkum frá þeim sem hafa barist fyrir friðun Þjórsárvera. Dagurinn er ekki liðinn, þegar raunveruleikinn kemur í ljós og innihaldslítil orðbólga Samfylkingarinnar afhjúpast.

Geir H Haarde, sem er handhafi þjóðlendunnar, hinn formlegi "landeigandi" Þjórsárvera og þarf sem slíkur að samþykkja friðlýsinguna, hefur sagt að orðalag stjórnarsáttmálans slái Norðlingaölduveitu ekki út af borðinu.

Orðalagið er þannig að hann getur alveg staðið á því. Svæðið sem Norðlingaölduveita myndi færa á kaf væri kannski hægt að halda fram að sé ekki votlendi, en orðalag sáttmálans miðar eingöngu við votlendi, ekki landslagsheildina. Hann veit líka sem reyndur stjórnmálamaður að maður brýtur ekki lög í stjórnsýsluákvörðunum. Ríkisstjórnin væri nefnilega að brjóta lög ef Þjórsárverin yrðu friðlýst í trássi við skipulag svæðisins og vilja heimamanna. Þess vegna fellur þessi hluti stjórnarsáttmálans um sjálfan sig ef Geir vill standa á sínu og beitir sér ekki við að telja flokksbróður sínum, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps og sveitunga viðskiptaráðherra, hughvarf.

Það var vegna þessa vilja heimamanna sem Framsókn gat ekki friðlýst svæðið og fékk á sig gráan stimpil Framtíðarlandsins að launum, en Samfylkingin grænan, af órökstuddum ástæðum.

Fjallaði um þetta í aðdraganda kosninga á eftirfarandi hátt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband