Yfirgangur framkvæmdavaldsins gagnvart löggjafarvaldinu

Það lýsir vanvirðing við löggjafarvaldið þegar sáttmáli um fyrirkomulag og stefnu framkvæmdavaldhafanna innifelur atriði er varða löggjafarvaldið.

Val á Forseta Alþingis er hluti af því, breyting á þingsköpum, með breyttri nefndaskipan og með setningu siðareglna. Hvenær hefur framkvæmdavaldið eitthvað yfir löggjafarvaldinu, sem er valið beint af kjósendum að segja í þessum efnum. Þeim ferst líka, þessum flokkum að tala um siðareglur, sem ekki vildu opinbera eigin hagsmunatengsl á síðasta kjörtímabili, meðan að Framsókn og VG brutu blað í íslenskri stjórnmálasögu með því. Íhaldið og kratarnir vildu það ekki. Af hverju ætli það hafi verið.

Um leið og þetta er gert, reynir ISG að telja fólki trú um að hún vilji auka veg og virðingu Alþingis í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Ja, heyr á endemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband