Himneskur kræklingur

Nenni ekki að skrifa um pólitík núna. Rakst á snilldarkræklingauppskrift um daginn sem ég hef notað nokkrum sinnum síðan með góðum árangri.

Nota frystan krækling, en það er auðvitað hægt að nota ferskan krækling, sem þá þarf að dampa/sjóða í vatni eða hvítvíni.

500 gr af krækling er opnaður og annar hluti skeljarinnar fjarlægður. Hlutanum með fiskinum er komið fyrir í eldföstu móti.

50 gr af bræddu smjöri er blandað við 50 gr af ólívuolíu, salt og pipar og sett yfir 100 gr af rifnum parmesan og hrært. Út í blönduna er settur slatti af ferskri smátt saxaðri steinselju og rifi af hvítlauk, ef vill.

Blandan er sett yfir kræklinginn og bakað eða grillað við talsverðan hita 200-250°C þangað til að gumsið byrjar að brúnast.

Það er gott að hafa smá soð eða safa af kræklingnum í forminu, sem er hægt að dýfa brauði í og borða með þessum frábæra forrétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband