Ráðuneytaskipan á að vera sveigjanleg

Sat í starfshópi innan Framsóknar þar sem við fórum yfir stjórnarráðið. Var meginniðurstaða hópsins að hætta ætti að horfa á ráðuneytin sem þær föstu einingar sem þær hafa verið, heldur eigi frekar að horfa á skrifstofurnar sem fastar einingar, sem forsætisráðherra gæti skipað í ráðuneyti með reglugerð.

Taldi hópurinn að skipan málaflokka í málefni ætti að endurspegla þau verkefni sem væru á dagskrá viðkomandi ríkisstjórnar. Sem dæmi um ráðuneytaskipan sem hópnum þættu eðlileg var fjallað um forsætis-, utanríkis-, fjármála-, innanríkis-, velferðar-, atvinnuvega-, menntamála-, umhverfis- og heilbrigðisráðuneyti, sem þó gæti verið hluti velferðarráðuneytis. Væru þá 8-9 ráðuneyti, sem skiptu með sér verkum. Efla þyrfti pólitíska forystu ráðuneytanna, til að stemma stigu við pólitískum ráðningum inn í ráðuneytin sjálf, sem fengju þar með "frið" til að vera óháðari.


mbl.is Forsætisráðherra fái vald til að fækka ráðuneytum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband