Er svona miklu verra að fara út á land heldur en í bæinn?

Í fréttum Sjónvarpsins var "stórfrétt" um að aldrei hafi gengið jafn illa að "sumra" Landspítalann. Er ástandið orðið svo slæmt að það þarf að senda sjúklinga út á land meðan ástandið varir.

Mér er spurn, af hverju er það svona miklu verra að senda höfuðborgarbúa út á land en landsbyggðarmenn til höfuðborgarinnar til að leita sér lækninga eins og skilja mátti af fréttaflutningnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Eins og þú veist er mikið lengri leið frá Reykjavík til Hveragerðis, en frá Hveragerði til Reykjavíkur. Það er því mun erfiðara fyrir ættingja að heimsækja ættingja sína út á land, en það er fyrir landsbyggðarfólk að heimsækja ættingja sína til Reykjavíkur.

Ásta Kristín Norrman, 22.6.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Í dag þurfa foreldrar að senda börn sín til læknis til Reykjavíkur og fá ekki styrk til nema 2 ferða á ári. Oft eru þetta krakkar með kroniska sjúkdóma sem þurfa læknishjálp hjá sérfræðingum sem ekki eru til staðar á landsbyggðinni. Mér finnst eiginlega að það mætti byrja á að leiðrétta þennan ójöfnuð. Veit um barn sem þarf að fara til húðsjúkdómalæknis ca 4 sinnum á ári. Foreldri skreppur ekki úr vinnu 1-2 klukkustundir, heldur þarf að keyra yfir hálft landið, nú eða senda barnið eitt í flugvél. Þetta er þó nokkur kostnaður eða frí úr vinnu fyrir ferðalag og læknisskoðun, ferðakostnaður x2 á ári þar sem bara 2 ferðir eru borgaðar, gæti þurft gistingu, þar sem stundum er ófært í flug að kvöldi til og jafnvel ekkert kvöldflug og stundum þarf að fara í rannsóknir líka svo barnið þarf að vera meira en 1 dag og pössun fyrir hin börnin sem kannske er ómögulegt að taka með sér til Höfuðstaðarins.  Það er kannske ágætt að þetta kom upp, til að vekja athygli á hve dýrt það er fyrir fólk utanaf landi að vera með sjúkdóma.

Ásta Kristín Norrman, 24.6.2007 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband