Össur ætlar Íslandi í olíuvinnslu?

Það verður magnað að bera saman yfirlýsingar Össurar þegar hann útskýrir fyrir okkur hvernig hann getur réttlætt vinnslu á olíu við Ísland um leið og hann vill stöðva og hefta sjálfbæra orkuvinnslu á landi.

Þegar netþjónabú, ný tækni við álbræðslu sem býr til súrefni í stað þess að losa koltvísýring og fleiri slík verkefni verða komin í gagnið í stað gömlu álsamninganna, sem eru jú tímabundnir, verður hjákátlegt að fara yfir þau gífuryrði sem þessi fressköttur íslenskra stjórnmála hefur látið út úr sér meðan hann var í stjórnarandstöðu og einnig núna þegar hann reynir að útskýra Fagra Ísland í ljósi þeirra gjörða sem felast í stjórnarsáttmálanum. Eðlilegt er að gera ekki of langa samninga við hefðbundna álvinnslu þangað til, sem verður jú heft af losunarkvótunum, eða ætlar hann að taka kvótana frá fyrir olíuvinnsluna?

Reyndar minnist hann ekkert á þennan þátt í viðtalinu við Morgunblaðið, sem er merkilegt í sjálfu sér, en fram hefur komið í fréttum að bjóða eigi út rannsóknarleyfi, þá sem undirbúning vinnslu á olíu innan skamms.


mbl.is Össur fjallar um stóriðjuna og átökin innan Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband