Þörf á miklu átaki í hafrannsóknum

Rakst á þetta í gær. Norðuratlantshafsfiskveiðiráðið telur að stofnmat þorsks sé ekki áreiðanlegt, magn hrygningarþorsks sé ekki þekktur. Vísindamenn þessa ráðs telja eðlilegt að miða við 152 þús tonna aflamark.

Sama hvaða tala er notuð er greinilegt að það þarf að skoða fjölda atriða betur sérstaklega varðandi hegðun fjölda stofna, fæðusamspil þorsksins við aðrar tegundir, þá sérstaklega í tengslum við rækju og loðnu og kanna áhrif banns á sumarloðnuveiðum á afkomu þorsksins. Það er ótrúlegt hvað við vitum lítið um þessa dýrategund sem við byggjum velsæld okkar á seinni tímum á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

þú ættir að lesa skýrslu Hagfræðistofnunar en þar á bænum telja men ekkert mál að spá fyrir um uppbyggingu þorskstofnsins áratugi fram í tímann en eina vandamálið í þeirri spá er að áætla núverani stofnstærð!

Það sem mér finnst alvarlegast við hvernig staðið er að ákvörðuninni um aflamark næsta árs er að stjórnvöldd og þingmenn hafa ekkert rætt við þá sem hafa haft málefnalega gagnrýni á núverandi ráðgjöf.  Það hefur ekkert verið rætt við menn á borð við Jón Kristjánsson og Tuma Tómasson fiskifræðing.

Sigurjón Þórðarson, 3.7.2007 kl. 10:14

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Við erum bæði bilnd og heyrnarlaus.

Ekkert er gert með hróp náttúrunnar á að eitthvað sé að.

Fugladauði,  grindhoraður smáþorskur sem reynsist svo við kvarnarannsóknir vera komin um og yfuir fermingaraldurinn (12 til 16 ára)

Veiðafærarannsóknir eru í skötulíki, þar sem ,,hagsmunaaðilar" eru á móti öllu slíku fikti.

Myndir eru til af fyrrum kóralrifjum, sem orðanar eru eyðimerkur.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.7.2007 kl. 10:41

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það vaknar hjá mér spurning um þetta. Hvernig getur Norðuratlandshafsfiskveiðiráðið lagt til að veidd verði 152.000 tonn? Hvaða gögn hafa þeir sem gefur þeim þessa niðurstöðu? Stofnmat á þorski ekki áreiðanlegt, magn hrygningarstofns ekki þekktur. Hvaða rugl er þetta, er alveg sama hvaða stofnun  kemur að þessum málum. Útkoman skal undantekningarlaust vera stjarnfræðileg vitleysa. Þegar grunn upplýsingarnar eru fengnar með handónýtum aðferðum, getur niðurstaðan aldrei verið önnur en þvæla. Þegar ég tala um handónýtar aðferðir er hægt að lesa um það  Hér

Hallgrímur Guðmundsson, 5.7.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband