Ríkisstjórnin lögð til atlögu við Íbúðalánasjóð

Lækkun hámarkslánshlutfallsins niður í 80% virðist vera fyrsta skref nýrrar ríkisstjórnar gegn Íbúðalánasjóði. Ætli ætlunin sé ekki að lækka útlánamöguleika ÍLS þannig að venjulegir húsbyggjendur og kaupendur þurfi ávallt að taka lán hjá bönkunum og þar með fá fólk til að "einfalda" hlutina fyrir sér og sleppa ÍLS. Í framhaldinu yrði hann sleginn af með þeim rökum að það sé engin velta í honum og þar með tapast möguleikar á að fá hagstæð íbúðalán þar sem byggða- og félagsleg atriði skipta einhverju máli.

Ríkisstjórnin hefur viðurkennt að þetta hafi engin raunveruleg áhrif á það yfirskin sem gefið er fyrir lækkuninni, að slá á íbúðaverð. Sveiattan segi ég bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Gott að við skulum vera sammála nú, sbr. pistil minn í morgun.

Sigurður Sveinsson, 5.7.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Mér er engin leið að skilja ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur um lækkaða lánsprósentu Íbúðalánasjóðs. Jóhönnu Sigurðardóttur, af öllum! Er hún gengin í Sjálfstæðisflokkinn? Annars sé ég ekki betur en ráðherrar Samfylkingarinnar séu upp til hópa gengnir í Sjálfstæðisflokkinn ...

Hlynur Þór Magnússon, 5.7.2007 kl. 19:45

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Yfirskin Jóhönnu (sem seinast allra vill leggja niður opinbera starfsemi) er það að slá á verðbólgu. Hins vegar tek ég undir eftirfarandi orð:

"Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra tók í gær lítið skref en í rétta átt. Hún lækkaði lánshlutfall Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%, sem vonandi er aðeins fyrsta skrefið af níu jafn stórum á þeirri leið að leggja niður núverandi starfsemi þessa opinbera lánasjóðs. Eða öllu heldur koma henni úr höndum starfsmanna ríkisins."

Vefþjóðviljinn, 4. júlí 2007 

"Byggða- og félagsleg atriði" má alveg koma á með því að t.d. þú leggur til fé úr eigin vasa til að aðstoða þá sem þú vilt og getur aðstoða, og jafnvel hvetja aðra til þess sama. Ég sé enga ástæðu til að blanda öðrum í riddaraskap þinn.

Geir Ágústsson, 6.7.2007 kl. 02:35

4 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Ekki má nú gleyma því að þetta er sama Jóhanna sem gagnrýndi harðlega sams konar aðgerð síðasta félagsmálaráðherra. Þá sagði Jóhanna að aðgerðin væri til þess eins fallin að láta bankana græða meira. Kannski er það markmiðið hjá henni núna.

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 6.7.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband