Niðurskurður í heimiluðum hámarksafla er ekki kvótakerfinu sem slíku að kenna. Það er ekki vegna þess að menn noti magntakmörkun við verndun stofnsins í stað sóknartakmörkunar. Þetta er vegna þess að vísindunum hefur ekki tekist að koma með þau ráð til stjórnmálamannana sem duga til að byggja upp þorskstofninn.
Það þarf að bæta meiri peningum í rannsóknir á vistkerfi sjávarins, hvort sem það er gert með því að auka fjármagn til Hafró eða með því að láta Háskóla Íslands fá aukið hlutverk við grunnrannsóknir. Persónulega held ég að það væri hollt að hafa tvo aðila í þessu, til að fá eðlilega gagnrýni og samkeppni í þessa mikilvægu starfsemi. Aðilar hljóta að geta sameinast um rannsóknarskip og einnig farið meira út í að leigja sér far með "venjulegum" fiskiskipum.
En meiri rannsóknar er þörf, svo mikið er víst, því við virðumst ekki þekkja nógu vel til vistkerfisins til að koma í veg fyrir svona áföll. Það er ekki ásættanlegt
Einar K. Guðfinnsson: Gríðarleg vonbrigði" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Um leið og menn segja; "Það þarf að bæta meiri peningum í rannsóknir á vistkerfi sjávarins", þá eru menn í raun að viðurkenna að kenningar Hafró á vistkerfi sjávar séu byggðar á ónógum rannsóknum. Kenningar Hafró hefur nú verið reynt að sanna með tilraunum til margra ára, með tilheyrandi afleiðingum fyrir sjávarbyggðirnar og í ljós hefur komið að þessar kenningar eru rangar. Er þá ekki bara um eitt að ræða; að viðurkenna að kenningarnar eru rangar og hætta tilraununum í kjölfarið?
Kjartan Eggertsson, 6.7.2007 kl. 13:47
Það verður að koma eitthvað í staðin og það getur bara byggst á einum hlut, meiri þekkingu.
Gestur Guðjónsson, 6.7.2007 kl. 13:53
Ég tel að um ákveðinn misskilning sé um að ræða hjá þér og ég hvet þig til að renna í gegnum nokkrar línur sem ég setti saman í tilefni þess að kennari minn úr HÍ hélt fram svipuðum viðhorfum og fram koma í þinu greinarkorni.
Sigurjón Þórðarson, 6.7.2007 kl. 20:27
Sigurjón: Hvað dauða fiskanna varðar hlýtur að þurfa að rannsaka hvaða breytur hafa áhrif. Fast hlutfall er auðvitað ekki rétt módel fyrir dauða, það liggur í hlutarins eðli. Ég tel einnig eðlilegt að í þorsknum eigi, eins og gert hefur verið í loðnunni að vera hægt að auka úthlutunina, þótt liðið sé á fiskveiðiárið. Það byggir á þeirri sjálfsögðu breytingu að menn viðurkenni líffræðina og fari að gefa út hámarksveiði í ákveðna stofna, þótt menn séu jafnvel með einn pott í sjálfri úthlutuninni.
Brottkast á ekki að líðast og hlýtur að vera koma í veg fyrir með auknu eftirliti, t.d. með myndavélum.
Gestur Guðjónsson, 6.7.2007 kl. 22:02
Til þess að losna við brottkast tel ég vænlegast að taka hvatann í burtu í stað þess að auka við eftirlitið sem er orðið ærið eða vel á annan milljarð króna. Ef ég man rétt þá eru útgj. Fiskistofu rúmar 800 millj. og síðan fer einhver tími Landhelgisgæslu og fleiri aðila í eftirlit með sjómönnum sem hefur farið fækkandi enda hefur veiðin farið minnkandi vegna kvótakerfisins.
Sigurjón Þórðarson, 6.7.2007 kl. 23:42
Takk fyrir síðast Gestur.
Ef góðviljaðir menn, með ólíkar skoðanir, hittast og ræða málin í einlægni, þá feta menn sig á rétta braut. Íslenska þjóðin þarf á því að halda.
Sigurður Þórðarson, 7.7.2007 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.