Hélt að Landsmót væri íþróttakeppni
7.7.2007 | 23:31
Ég hef komið á mörg landsmót, en því miður er þetta það leiðinlegasta sem ég hef farið á. Mótshaldarar hafa algerlega gleymt sér í því að gera bæjarhátíð úr landsmótinu, en sjálf íþróttakeppnin virðist sitja í öðru sæti. Greinilegast var það í dag, þegar frjálsíþróttakeppnin, sem fer jú fram á glæsilegum aðalvellinum var gersamlega drekkt í einhverjum tónleikum sem ekkert áttu heima þarna. Ekkert heyrðist í þuli vallarins og öll athyglin var á einhverjum cover-böndum sem voru að spila á sviðinu við hliðina á aðalvellinum, með miklu öflugra og betra hljóðkerfi.
Það er erfitt að skapa landsmótsstemmingu í höfuðborginni og því miður hefur UMSK ekki tekist það í þetta skiptið. Þeim tókst það mjög vel þegar Landsmótið var haldið í Mosfellsbæ, allt á einum stað, íþróttirnar í öndvegi og önnur skemmtun sett þar sem hún átti heima, á kvöldvökur.
Heimsmet og keppni í pönnukökubakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.7.2007 kl. 16:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.