Grænir skattar duga ekki til að koma jarðefnaeldsneytinu út
14.7.2007 | 18:51
Miðað við reiknivélina á www.kolvidur.is kostar uþb 3,20 kr að kolefnisjafna hvern bensínlíter. Hærra er ekki hægt að fara með grænan skatt á bensín, ef hann á að vera raunverulega grænn í skilningi gróðurhúsaáhrifanna. Það kemur mér verulega á óvart hversu lág þessi upphæð er. Það er spurning hvort ekki sé eðlilegt að þetta sé sett inn í bensín- og olíuverðið og farið verði að skattleggja mengandi starfsemi á sama hátt, eins og ég hef áður skrifað um.
Greiðsla fyrir aðra mengun er óbeint þegar komin inn í bensín- og olíuverðið í gegnum kostnað olíufélaganna í mengunarvörnum og þeirri óhlutbundnu ábyrgð sem sett var á aðila í bransanum með lögum um verndun hafs og stranda. Þar er fyrirtækjum gert að taka á sig ábyrgð á mengun óháð sekt og gert að taka tryggingu fyrir henni. Iðgjöld af þeirri tryggingu eru þegar komin inn í verðið á olíu og bensíni.
Þannig verður að beita öðrum rökum en grænum sköttum til að jafna verðið á milli etanóls og bíódísels annars vegar og jarðefnaeldsneytis hins vegar. Því miður. Skattlagning ríkisins af eldsneyti, fyrir utan virðisaukaskattinn, er nefnilega veggjald sem umferðin greiðir fyrir uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Bílar þurfa vegi óháð eldsneyti, svo þetta er erfitt viðfangsefni, ef aðgerðir stjórnvalda eiga að standast jafnræðisreglur og sanngirni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það væri gaman að sjá vísindin bakvið þetta...
Vísindaheimurinn er ekki einu sinni sammála um hvort kenningin sé rétt, eða þá hversu mikil áhrif þessar lofttegundir hafa. Svona formúla hlýtur að vera bara ein stór ágiskun.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.