Ágætis viðskiptahugmynd - eldaðu sjálfur

Væri ekki upplagt að opna veitingahús þar sem þú fengir einfaldlega aðgengi að hráefni og eldunaraðstöðu, en þyrftir að öðru leiti að elda þinn mat sjálfur.

Hægt væri að bjóða upp á aðstoð við matseldina gegn gjaldi.

Það væri ekki ólíklegt að ég myndi mæta...


mbl.is Sting mætti með eigin matreiðslumann á veitingastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi H.

Þessi hugmynd var uppistaðan í viðskiptahugmynd (Cosmo) Kramer í Seinfeld-þáttunum. Hann ætlaði sér að opna pizzustað þar sem fólk bjó til sínar eigin pizzur.

"Although Kramer was one of the show's more fascinating characters, he's the only one who never got an internal monologue, possibly because he was the only one who always spoke his mind"  

Tryggvi H., 20.7.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Í gamla daga fékk maður líka steinasteik á Café Óperu - nú er það liðin tíð, því er nú verr.

Guðrún Markúsdóttir, 21.7.2007 kl. 01:28

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Mér finnst þetta fín hugmynd hjá þér . Altént veit ég að á mínum fjölmörgu ferðum um þjóðveg nr. 1 myndi ég án umhugsunar taka slíkan stað fram yfir vegasjoppurnar sem enn þann dag í dag hafa ekkert betra að bjóða en karbonaði og kýrkjöt - og kalla það kinnroðalaust naut. Sem er svo aftur sorgleg staðreynd í landi sem gefur sig út fyrir að framleiða heimsins besta kjöt og fisk..............

Heimir Eyvindarson, 21.7.2007 kl. 01:45

4 identicon

Var í Thailandi um áramótin og þar eru þeir með veitingastaði þar sem þú getur eldað sjálfur.Mikið úrval af kjöti,fiski,rækjur,grænmeti og núðlur.síðan fær maður lítið grill á borðið og pott til að sjóða.síðan sækir maður sér það sem maður vill og eldar þetta sjálfur.þetta er mjög gaman og spes.

Þorvaldur Þórarinsson. (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband