Frábært starf UMFÍ

Á Höfn í Hornafirði eru nú um sjö þúsund manns á Unglingalandsmóti, þar af eru þúsund krakkar að keppa. Ég veit ekki hvaða forvarnir geti verið betri en þetta, að stunda íþróttir og holla samveru í stað þess að vera kannski að sukka á einhverri útihátíðinni. Því seinna sem krakkar byrja að drekka því minni líkur eru á því að þau eigi í vandræðum með drykkju og vímuefni seinna meir. Það væri gaman ef einhver myndi slá á það hvað svona samkoma skilar samfélaginu miklu fjárhagslega, fyrir utan þann þroskaauka sem svona starf skilar þeim sem þátt taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Sæll Gestur.Ég er sammála þér að íþróttir í víðtækustu merkingu eru bestu  forvarnir gegn hvers konar fíkniefnaneyslu.Ég var þeirrar gæfu njótandi að keppa á nokkrum UMFÍ mótum í gamla daga,þar upplifði maður  heilbrigða samveru og góðar fyrirmyndir.Þar kviknaði sá eldur sem aldrei hefur slokknað,ennþá stundar maður íþróttir ,nú er það golf og skíði.Það gleður mig mikið að sjá fjölskyldur  með börnin sín í golfi og skíðum og náttúrlega á það við allar íþróttir.

Kristján Pétursson, 5.8.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband