Á að virkja á þremur stöðum í Þjórsárdal?

Eitthvað virðist umhverfisráðherra vera að misskilja hlutina þegar hún segir að Þjórsárdalur verði aldrei samur, verði af áformum Landsvirkjunnar um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Ég vissi ekki betur en að það sé bara ein þeirra, Hvammsvirkjun, sem snerti Þjórsárdal. Reyndar er það sú sem helst mætti breyta til að minnka umhverfisáhrif, enda fer fallegt og gott land undir fyrir síðustu metrana sem ná á í fallhæð. Ef ég man rétt var ekkert fjallað um þann möguleika að lækka hana í umhverfismatinu fyrir virkjunina.

Ráðherra verður að passa sig á að láta ekki ýkjur og afvegaleiðingar mótmælenda villa sér sýn.


mbl.is Þjórsárdalurinn aldrei samur verði af virkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Obobob Árni,það skiptir máli í þessari umræðu hvort að ráðherra veit hvort að lónin eiga að vera tvö eða ekki tvö og Gestur bendir á það sem kannski hefur ekki verið skoðað svo fram hafi komið að hafa Hagalónið aðeins lægra, en þó svo að Hagalónið verði eins og því hefur vrið ætlað að stærð þá skaðast Þjórsárdalur ekki neitt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.8.2007 kl. 22:54

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég fór í gær á hundavaði yfir fréttina og hljóp á mig því að það er blaðamaðurinn sem er að staðsetja virkjanirnar í Þjórsárdal en ekki ráðherra og skiptir það að sjálfsögðu öllu og sýnir líklega bara hvað við, ég og blaðamaðurinn, annaðhvort vitum lítið um svæðið og virkjannahugmyndirnar eða hvað við erum lituð af skoðunum okkar nema hvort tveggja sé, þó veit ég að Þjórsárdalur er ekki eins stór og látið er í veðri vaka í þessari umræðu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.8.2007 kl. 09:15

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Menn skulu átta sig á því að þetta eru þrjár virkjanir sem allar er hægt að reisa óháð hverri annarri. Ein þeirra er í Þjórsárdal og skerðir hann, þótt allar séu auðvitað í Þjórsá. Hinar tvær myndu engin áhrif hafa á Þjórsárdalinn. Umræðan virðist aftur á móti hafa læst sig í það sé allt eða ekkert, sem er ekki rétt.

Gestur Guðjónsson, 13.8.2007 kl. 11:44

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já ég er sammála þessu Gestur fólk virðst soldið reyna að höfða til þess að Þjórsárdalur hverfi við það að áin verði aðeins fyrirferðameiri að hluta, ég er bara alls ekki viss um að það skaði Þjórsárdal neitt við breytta landnýtingu á hluta af honum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.8.2007 kl. 13:16

5 Smámynd: Rúnarsdóttir

Eru Búði og Urriðafoss minna merkilegir fyrir það að vera ekki staðsettir í Þjórsárdal?

Rúnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 16:40

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei Rúnarsdóttir ekki í mínum augum og heldur ekkert merkilegri en aðrir fossar yfirleytt og nóg er svo sem til af, þannig að tveir eða þrír fossar sem eru hvorki merkilegri né ómerkilegri geta nú ekki farið að valda einhverjum átökum um landnot nokkura bænda, enn svo lengi sem þeir eru ekki í Þjórsárdal þá segjum við þá ekki þar, en ég get ekki séð heldur að það standi til að stífla á milli fjalla og fylla Þjórsárdalinn af vatni.

Ég er reyndar ekki að átta mig á þessum látum í kringum þessi landnot þónokkrar jarðir hafa farið undir skógrækt sem verður til þess á komandi árum að ekki sést á milli staða, t.d. af Suðurlandsvegi á Rangárvöllum verður ekki séð til Heklu, aðrar jarðir hafa farið í órækt til ómælanlegra ónota að horfa uppá, en þegar á að setja vatn og það til gagns, eða réttara sagt að hækka vatnsborð einnar áar aðeins ætla æði margir af límingunum að ganga.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.8.2007 kl. 21:34

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Afhverju er ekki hægt að reisa þær óháðar hver annari Árni?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.8.2007 kl. 22:24

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvaðan hefur þú það Árni að það sé ekki hægt? Þú ættir að vara þig að vera með svona svívirðingar á opinberum vettvangi og lýsir þínum innri manni betur en margt annað. Það vill þannig til að straumfræði er eitt af sérsviðum umhverfisverkfræðinnar og hef ég talsverða innsýn í virkjanakerfin í Þjórsá, en ég er alinn upp við bakka hennar. Hvaða forsendur hefur þú fyrir því að vera með svona fullyrðingar eins og þú ert með?

Gestur Guðjónsson, 20.8.2007 kl. 09:50

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég hef marglesið þessar skýrslur og veit að LV gefur sér að þurrkun farvegarins í Gnúpverjahreppi sé forsenda fyrir því að ísspöngin valdi ekki vandræðum. Ég held reyndar að ísspöngin muni myndast óháð því, þótt hún muni kannski ekki vera eins tíð og mikil. Það verður að gera ráð fyrir ísnum í hönnun Urriðafossvirkjunar svo það er ekki rétt að þessar virkjanir séu samhangandi eins og þeir gefa sér og það að meta bara eina lónhæð við Haga er eitthvað sem ég má alveg hafa skoðun á og finnst allrar gagnrýni vert að það hafi ekki verið skoðað.

Gestur Guðjónsson, 23.8.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband