Tvöföld lögheimilisskráning barna

Fyrir nokkrum árum heyrði ég í fréttum að óhefðbundnar fjölskyldur væru orðnar fleiri en hefðbundnar. Það eru sem sagt fleiri fjölskyldur í dag þar sem annað hvort er einstæður foreldri eða að eitthvert barna annars hvors foreldris er ekki barn hins.

Við þessari staðreynd nútímasamfélagsins hefur "kerfið" ekki brugðist, þótt sameiginleg forsjá sé orðin meginreglan samkvæmt lögum. Barn verður að vera skrá á einum stað og einungis einum stað, jafnvel þótt forræði barnsins sé hjá tveimur einstaklingum sem hafa sitt hvort lögheimilið og sá sem "fær" lögheimilið fær stöðuna einstætt foreldri, amk meðan sá aðili er ekki skráður í sambúð. Bætur og skattaumhverfið nýtist einungis þeim sem er með lögheimilið meðan að framfærsluskyldan og aðrar skyldur eru að sjálfsögðu jafnar. Svo er þeim sem ekki hefur lögheimilið skylt að greiða meðlag, að lágmarki 219.408 kr á ári! Reyndar er ekki sagt nákvæmlega til um hvernig uppgjöri þess skuli háttað, en foreldrið sem fær lögheimilið fær auk þess barnabætur upp á allt að 288 þúsund á ári, hækkun á hámarki vaxtabóta upp á 154.762 kr eða 84.000 hærri húsaleigubóta við eitt barn.

Þetta er allt í allt allt að 443 þúsund sem ríkið greiðir meira til lögheimilishafans, auk þess sem hinn aðilinn verður að greiða um 220 þúsund í meðlag að lágmarki, allt í allt mismunun upp á 880 þúsund bara vegna þess að ekki er hægt að skrá lögheimili barns á tveimur stöðum.

Þetta er eitthvað sem þarf að breyta. Réttarstaða við sameiginlegt forræði verður að vera skýr og sanngjörn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Einföld lausn á þessu dæmi er að sá aðilji sem foræðið hefur greyði hinum meðlagið. 

Annars eru húsaleigubætur ekki að nýtast mörgum og börnin blessuð búa yfirleitt fleiri daga hjá öðru foreldri en hinu þó eru vafalaust einhvur dæmi um jafna skiftingu.

Fullar Barnabætur hafa undanfarin ár miðast við innan við 60. þús,kr þá hefst skerðing og þegar 150.þúsund króna brúttótekjum er náð eru engar bætur í boði.

Þannig að myndin sem þú dregur upp er ekki sú sem algengasta, trúlega innan við 5% tilfella .

Góðar stundir. 

Fríða Eyland, 24.8.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband