Er gjaldmiðlaumræðan of þröng?

Nú ríða menn um héruð og predika að við eigum að kasta krónunni og taka upp Evru. Skeggrætt er hvort fara eigi að ráðum Svartfellinga og taka hana einhliða upp eða hvort full þátttaka í myntbandalaginu með inngöngu í Evrópusambandið sé nauðsynleg til þess að svo megi verða.

Ég tel reyndar ólíklegt að sú leið verði farin, þar sem full þátttaka í myntbandalaginu krefst þess að hér sé efnahagsástandið gott í langan tíma og ef aðstæður yrðu með þeim hætti væri á þeim tímapunkti erfitt að sannfæra þjóðina um að breyta þyrfti til, enda ástandið þá dágott.

En það eru fleiri möguleikar en að tengjast Evrunni, sem þyrfti að skoða og ræða. Helst hefur verið rætt um að tengjast dollaranum eins og El Salvador gerði, en hann hefur ekki verið að sýna mikinn styrk og hætt er við að áhrif annarra, eins og t.d. Kínverja á hann séu of mikil eða muni verða til að hann sé fýsilegur. En það eru aðrar leiðir mögulegar, eins og t.d. pundið eða svissneska Frankanum.

Annar möguleiki væri að fara í myntbandalag með öðrum þjóðum í EFTA og bjóða jafnvel öðrum þjóðum eins og Dönum og Svíum með. Þannig gætum við farið í stærra myntsvæði án þess að uppfylla skilyrði Evrusamstarfsins og samningsstaða okkar gagnvart Evrópusambandinu væri miklu betri.

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu í framhaldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Viltu kíkja á mitt blogg og kannski aðstoða?

Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband