Fjallið tók jóðsótt og fæddist mús

Miðað við þær yfirlýsingar sem ríkisstjórnin hefur gefið um mótvægisaðgerðir frá því að þorskkvótinn var ákveðinn, verður að segjast hreint eins og er að þær aðgerðir sem kynntar voru í gær séu ómarkvissar og fálmkenndar og munu því miður kannski síst gagnast þeim sem raunverulega verða fyrir skerðingunni og í afar litlum mæli strax. Er greinilegt að greiningarvinnan hefur ekki verið unnin í samvinnu við sveitarfélögin, útgerðirnar eða fiskvinnsluna.

Stóru fréttirnar eru þær að núverandi ríkisstjórn er svo lánsöm að taka við það góðu búi að hægt sé að svipta út milljörðum í lange baner.

Hin stóra fréttin er að fjármálaráðherra virðist sætta sig við að þeir sjómenn sem missa vinnuna úti á landi fari út úr greininni. Annaðhvort að þeir flytji í bæinn þar sem atvinnustig er hátt eða að þeir fari í byggingaiðnaðinn, í viðhald húsa eða í vegagerð eða fá að slá inn gögn frá Þjóðskjalasafni. Óvíst er að þeir snúi nokkurn tíma til baka og því er reynsla þeirra og þekking farin út úr greininni. Einnig var athyglisvert að hann lýsti því yfir í sjónvarpinu í gær að honum er alveg sama þótt einhverjir sjómenn í Grindavík missi vinnuna.  Það er spurning hvort ríkisstjórn Samfylkingarinnar hafi sömu sýn.

Mér er gersamlega fyrirmunað að ná 10,5 milljörðum út úr þeim tillögum sem lagðar eru til í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins. Hvorki Mogganum né Fréttablaðinu virðist takast það heldur. Fréttablaðið nær 11,8 milljörðum og tekur þar ekki tillit til þeirra 2,4 milljarða sem sagðir eru óráðstafaðir og samlagning Moggans er algerlega út í hött.

Það sem þó er athyglisverðast er að einungis 0,5 af þessum meintu 10,5 milljörðum beinast beint til útgerðunum sem þó verða beint fyrir skerðingunni. Ekkert er sem dæmi fjallað um lækkun flutningskostnaðar eða jöfnun aðstöðu við flutninga.

Það sem mun gerast í framhaldinu mun líklegast verða enn frekari fækkun einyrkja og smærri útgerða og enn frekari samþjöppun í greininni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband